Spænska veikin rannsökuð 9. október 2006 00:45 Fuglar brenndir. Indónesískir heilbrigðisstarfsmenn brenna fugla eftir að ungur maður lést úr fuglaflensu á Vestur-Jövu. Fuglaflensa geisar enn um heiminn og vísindamenn reyna enn árangurslítið að finna lækningu við sjúkdómnum. En nýjar rannsóknir á spænsku veikinni lofa góðu. Þótt lítið hafi frést af fuglaflensu í hinum vestræna heimi undanfarið, hefur veikin síður en svo látið undan síga í Asíu. Alls hafa 148 manns dáið af völdum sjúkdómsins frá árinu 2003. Í lok september létust tveir í Indónesíu úr fuglaflensu, níu ára drengur og tvítugur karlmaður. Er tala látinna þá komin upp í 52 þar í landi samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Bróðir unga mannsins lést fjórum dögum fyrr úr svipuðum einkennum, en ekki náðist að staðfesta að um fuglaflensu væri að ræða fyrir lát hans, að sögn yfirvalda þar í landi. Á sama tíma lést 59 ára gamall fuglabóndi í Taílandi, en hann mun hafa smitast við að reyna að lækna hana sína með jurtum. Vert er að minna á að uppgefnar tölur eru eingöngu þær sem WHO hefur staðfest opinberlega og telja sérfræðingar því tölurnar í raun vera mun hærri, því vísindamenn WHO ná ekki alltaf að taka sýni úr sjúklingum.VírusinnBúr brennd Indónesískur maður sést hér brenna fuglabúr, svo H5N1 afbrigði fuglaflensuveirunnar berist ekki í heilbrigða fugla. Fréttablaðið/apFuglaflensa er nokkuð algeng meðal fugla, en flest afbrigði leggjast ekki á menn. Veiruafbrigðið H5N1 getur hins vegar smitað fólk og valdið dauða, en enn sem komið er virðist fólk þurfa að handleika sýkta fugla til að veikjast.Engu að síður óttast vísindamenn þetta afbrigði mest, því miklar líkur eru taldar á því að veiran geti stökkbreyst svo að hún berist mann frá manni og valdi heimsfaraldri.Að meðaltali ganga heimsfaraldrar inflúensu nokkrum sinnum á öld, en langt er síðan það gerðist síðast.Spænska veikinNiðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar á spænsku veikinni sem birtar voru nýverið í vísindatímaritinu Nature, gefa þó góðar vonir um að sérfræðingum muni takast að hemja veikina innan tíðar.Spænska veikin var inflúensufaraldur sem lagði um fimmtíu milljónir manna að velli víða um heim árið 1918, og var einn þriggja faraldra sem gengu á síðustu öld.Vírusinn H1N1 olli veikinni, en talið er að hann, líkt og fuglaflensa, hafi komið úr fuglum. Athygli vekur jafnframt að sjúkdómarnir lýsa sér á svipaðan hátt og reynast báðir skaðlegir ungu fólki.Vonir bundnar við rannsóknirBandaríska rannsóknin hefur hjálpað vísindamönnum að skilja hegðun H1N1 vírussins sem olli spænsku veikinni.Vísindamennirnir endurframleiddu H1N1, sprautuðu vírusnum í mýs og fylgdust síðan með viðbrögðum ónæmiskerfa músanna. Ónæmiskerfi músanna brást án undantekninga afar harkalega við og héldu þau viðbrögð áfram þar til mýsnar drápust nokkrum dögum síðar. Á sama tíma þjáðust mýsnar af alvarlegum lungnasjúkdómi.Við teljum að ónæmiskerfi sjúklingsins bregðist harkalega við vírusnum og að þessi viðbrögð geri vírusinn enn hættulegri sjúklingnum fyrir vikið. Ónæmiskerfið gæti verið að gera of mikið úr hættunni og drepið of margar frumur, og það gæti verið eitt það helsta sem stuðlar að því að þessi vírus er eins sjúkdómsvaldandi og raun ber vitni, sagði John Kash, sem leiddi rannsóknina, í samtali við fréttamann breska ríkisútvarpsins, BBC.Næsta stig rannsóknarinnar felst í að endurtaka fyrri aðgerðir, en koma í veg fyrir viðbrögð ónæmiskerfisins svo hægt sé að sjá ástæður fyrir þessari sterku svörun, og yfirfæra svo niðurstöðurnar yfir á fuglaflensu.Mikilvægur samanburðurFólk sem hefur látist úr fuglaflensunni hefur dregist til dauða á svipaðan hátt og þeir sem dóu í faraldrinum árið 1918. Þetta er afar óþægilegur dauðdagi, sagði Paul Hunter, prófessor í heilsugæslu við East Anglia háskólann í Bretlandi við fréttamann BBC. Því er það óskaplega mikilvægt að rannsaka inflúensuna sem gekk árið 1918 til að skilja fuglaflensuna sem við sjáum nú. Erlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Fuglaflensa geisar enn um heiminn og vísindamenn reyna enn árangurslítið að finna lækningu við sjúkdómnum. En nýjar rannsóknir á spænsku veikinni lofa góðu. Þótt lítið hafi frést af fuglaflensu í hinum vestræna heimi undanfarið, hefur veikin síður en svo látið undan síga í Asíu. Alls hafa 148 manns dáið af völdum sjúkdómsins frá árinu 2003. Í lok september létust tveir í Indónesíu úr fuglaflensu, níu ára drengur og tvítugur karlmaður. Er tala látinna þá komin upp í 52 þar í landi samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Bróðir unga mannsins lést fjórum dögum fyrr úr svipuðum einkennum, en ekki náðist að staðfesta að um fuglaflensu væri að ræða fyrir lát hans, að sögn yfirvalda þar í landi. Á sama tíma lést 59 ára gamall fuglabóndi í Taílandi, en hann mun hafa smitast við að reyna að lækna hana sína með jurtum. Vert er að minna á að uppgefnar tölur eru eingöngu þær sem WHO hefur staðfest opinberlega og telja sérfræðingar því tölurnar í raun vera mun hærri, því vísindamenn WHO ná ekki alltaf að taka sýni úr sjúklingum.VírusinnBúr brennd Indónesískur maður sést hér brenna fuglabúr, svo H5N1 afbrigði fuglaflensuveirunnar berist ekki í heilbrigða fugla. Fréttablaðið/apFuglaflensa er nokkuð algeng meðal fugla, en flest afbrigði leggjast ekki á menn. Veiruafbrigðið H5N1 getur hins vegar smitað fólk og valdið dauða, en enn sem komið er virðist fólk þurfa að handleika sýkta fugla til að veikjast.Engu að síður óttast vísindamenn þetta afbrigði mest, því miklar líkur eru taldar á því að veiran geti stökkbreyst svo að hún berist mann frá manni og valdi heimsfaraldri.Að meðaltali ganga heimsfaraldrar inflúensu nokkrum sinnum á öld, en langt er síðan það gerðist síðast.Spænska veikinNiðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar á spænsku veikinni sem birtar voru nýverið í vísindatímaritinu Nature, gefa þó góðar vonir um að sérfræðingum muni takast að hemja veikina innan tíðar.Spænska veikin var inflúensufaraldur sem lagði um fimmtíu milljónir manna að velli víða um heim árið 1918, og var einn þriggja faraldra sem gengu á síðustu öld.Vírusinn H1N1 olli veikinni, en talið er að hann, líkt og fuglaflensa, hafi komið úr fuglum. Athygli vekur jafnframt að sjúkdómarnir lýsa sér á svipaðan hátt og reynast báðir skaðlegir ungu fólki.Vonir bundnar við rannsóknirBandaríska rannsóknin hefur hjálpað vísindamönnum að skilja hegðun H1N1 vírussins sem olli spænsku veikinni.Vísindamennirnir endurframleiddu H1N1, sprautuðu vírusnum í mýs og fylgdust síðan með viðbrögðum ónæmiskerfa músanna. Ónæmiskerfi músanna brást án undantekninga afar harkalega við og héldu þau viðbrögð áfram þar til mýsnar drápust nokkrum dögum síðar. Á sama tíma þjáðust mýsnar af alvarlegum lungnasjúkdómi.Við teljum að ónæmiskerfi sjúklingsins bregðist harkalega við vírusnum og að þessi viðbrögð geri vírusinn enn hættulegri sjúklingnum fyrir vikið. Ónæmiskerfið gæti verið að gera of mikið úr hættunni og drepið of margar frumur, og það gæti verið eitt það helsta sem stuðlar að því að þessi vírus er eins sjúkdómsvaldandi og raun ber vitni, sagði John Kash, sem leiddi rannsóknina, í samtali við fréttamann breska ríkisútvarpsins, BBC.Næsta stig rannsóknarinnar felst í að endurtaka fyrri aðgerðir, en koma í veg fyrir viðbrögð ónæmiskerfisins svo hægt sé að sjá ástæður fyrir þessari sterku svörun, og yfirfæra svo niðurstöðurnar yfir á fuglaflensu.Mikilvægur samanburðurFólk sem hefur látist úr fuglaflensunni hefur dregist til dauða á svipaðan hátt og þeir sem dóu í faraldrinum árið 1918. Þetta er afar óþægilegur dauðdagi, sagði Paul Hunter, prófessor í heilsugæslu við East Anglia háskólann í Bretlandi við fréttamann BBC. Því er það óskaplega mikilvægt að rannsaka inflúensuna sem gekk árið 1918 til að skilja fuglaflensuna sem við sjáum nú.
Erlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira