Var að ljúka grein umpyntingar í Tsjetsjeníu 9. október 2006 06:30 Mótmæli í Moskvu. Morðið á Önnu Politskovskaja varð aðalefni mótmælafundar í Moskvu í gær, þar sem upphaflega átti að mótmæla því að meira en hundrað Georgíumenn voru reknir úr landi í vikunni. Stjórnvöld í Rússlandi hétu því í gær að hafa uppi á morðingja fréttakonunnar Önnu Politskovskaja, sem myrt var á laugardag. Starfsfélagar hennar á blaðinu Novaya Gazeta, þar sem hún starfaði, treysta þó varlega á þau loforð og ætla sjálfir að hefja rannsókn á morði hennar. Þeir eru þess fullvissir að hún hafi verið myrt vegna skrifa sinna, en hún hefur gagnrýnt harðlega stríðsrekstur Vladimírs Pútín forseta í Tsjetsjeníu. Þeir segja að hún hafi ætlað að birta í blaðinu í dag grein um pyntingar og mannrán í Tsjetsjeníu, byggða á viðtölum við sjónarvotta og með myndum af fórnarlömbum pyntinga. ,,Okkur barst aldrei greinin, en hún hafði sannanir fyrir þessu og hafði undir höndum ljósmyndir, sagði Vitalí Jerúshenskí, aðstoðarritstjóri blaðsins, í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Anna Politskovskaja fannst látin á laugardaginn í lyftu í húsinu þar sem hún bjó í Moskvu. Hún var særð tveimur skotsárum. Skammbyssa og fjórar byssukúlur fundust hjá líkinu. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa krafist þess af rússneskum stjórnvöldum að ítarleg rannsókn verði gerð á morðinu. Oleg Orlov hjá mannréttindasamtökunum Memorial segist viss um að Politskovskaja hafi verið myrt að undirlagi þeirra sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum í Tsjetsjeníu. Politskovskaja var einn af sárafáum blaðamönnum í Rússlandi sem fjölluðu um mannréttindabrot í Tsjetsjeníu. Hún hefur gagnrýnt harðlega Ramzan Kadyrov, sem er forsætisráðherra í Tsjetsjeníu með stuðningi rússneskra stjórnvalda. Hún hefur einnig reitt aðra ráðamenn til reiði, þar á meðal rússneska herinn með umfjöllun sinni um hann. Á hinn bóginn hefur hún unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir skrif sín. Fleiri þekktir blaðamenn, sem höfðu gagnrýnt stjórnvöld í Rússlandi, hafa verið myrtir síðan Vladimír Pútín forseti komst til valda árið 2000. Þekktastur þeirra var Paul Klebnikov, ritstjóri rússnesku útgáfunnar af viðskiptatímaritinu Forbes, en hann var myrtur í júlí árið 2004. Tveir Tsjetsjenar voru á sínum tíma ákærðir fyrir það morð, en þeir voru látnir lausir fyrr á þessu ári. Erlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi hétu því í gær að hafa uppi á morðingja fréttakonunnar Önnu Politskovskaja, sem myrt var á laugardag. Starfsfélagar hennar á blaðinu Novaya Gazeta, þar sem hún starfaði, treysta þó varlega á þau loforð og ætla sjálfir að hefja rannsókn á morði hennar. Þeir eru þess fullvissir að hún hafi verið myrt vegna skrifa sinna, en hún hefur gagnrýnt harðlega stríðsrekstur Vladimírs Pútín forseta í Tsjetsjeníu. Þeir segja að hún hafi ætlað að birta í blaðinu í dag grein um pyntingar og mannrán í Tsjetsjeníu, byggða á viðtölum við sjónarvotta og með myndum af fórnarlömbum pyntinga. ,,Okkur barst aldrei greinin, en hún hafði sannanir fyrir þessu og hafði undir höndum ljósmyndir, sagði Vitalí Jerúshenskí, aðstoðarritstjóri blaðsins, í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Anna Politskovskaja fannst látin á laugardaginn í lyftu í húsinu þar sem hún bjó í Moskvu. Hún var særð tveimur skotsárum. Skammbyssa og fjórar byssukúlur fundust hjá líkinu. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa krafist þess af rússneskum stjórnvöldum að ítarleg rannsókn verði gerð á morðinu. Oleg Orlov hjá mannréttindasamtökunum Memorial segist viss um að Politskovskaja hafi verið myrt að undirlagi þeirra sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum í Tsjetsjeníu. Politskovskaja var einn af sárafáum blaðamönnum í Rússlandi sem fjölluðu um mannréttindabrot í Tsjetsjeníu. Hún hefur gagnrýnt harðlega Ramzan Kadyrov, sem er forsætisráðherra í Tsjetsjeníu með stuðningi rússneskra stjórnvalda. Hún hefur einnig reitt aðra ráðamenn til reiði, þar á meðal rússneska herinn með umfjöllun sinni um hann. Á hinn bóginn hefur hún unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir skrif sín. Fleiri þekktir blaðamenn, sem höfðu gagnrýnt stjórnvöld í Rússlandi, hafa verið myrtir síðan Vladimír Pútín forseti komst til valda árið 2000. Þekktastur þeirra var Paul Klebnikov, ritstjóri rússnesku útgáfunnar af viðskiptatímaritinu Forbes, en hann var myrtur í júlí árið 2004. Tveir Tsjetsjenar voru á sínum tíma ákærðir fyrir það morð, en þeir voru látnir lausir fyrr á þessu ári.
Erlent Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira