Vilja flagga vörumerkinu sem víðast 11. október 2006 00:01 Glaðbeittur framkvæmdastjóri Vodafone Group "Ég sit nú almennt undir stýri í annarri bíltegund. Þú veist að ég er þýskur," sagði Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri hjá Vodafone Group, hlæjandi þegar hann var fenginn til að setjast undir stýri bresks leigubíls sem Vodafone á Íslandi hefur til sýnis í verslun sinni í Reykjavík. MYND/GVA Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. "Þetta er merkur áfangi í nálgun okkar á samstarfið við sjálfstæð félög," segir Matthias, en auk þess að fá að nota vörumerkið fær félagið hér aðgang að vörum og þjónustu sem Vodafone þróar á heimsvísu. "Með þessu móti getum við dýpkað markaðinn sem Vodafone starfar á," bætir hann við og telur að með þessari nálgun nái félagið að hugsa á heimsvísu en beita sér staðbundið. Ísland varð svo fyrir valinu, bæði vegna þess að hér hafði samstarfsaðilinn staðið sig vel í að innleiða nýjungar og vegna smæðar markaðarins. "En við erum samt ekki með frekari svona samninga í burðarliðnum til undirritunar í öðrum löndum, heldur ætlum við að staldra við og meta árangurinn af starfinu hér." Þá segir hann að þótt Vodafone sé að gera þarna tilraun í markaðsetningu vörumerkis sé ekki horft til markaðarins hér sem einhvers konar tilraunamarkaðs fyrir nýja vöru eða þjónustu. "Þau mál eru í nokkuð föstum skorðum og valdir smærri markaðir til að setja út vörur í fyrsta sinn og meta árangur." Matthias Jungeman áréttar að Vodafone Group hafi ekki bundist samstarfsfélaginu hér, Og fjarskiptum, neinum fjárhagsböndum og ekki fest kaup á hlut í félaginu. "Við erum ekki í neinu yfirtökuferli heldur sjáum við þessa leið sem tækifæri til að starfa náið með samstarfsfyrirtækjum okkar víða um heim um leið og viðhaldið er sveigjanleika og ákveðnu frelsi í athöfnum beggja." Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. "Þetta er merkur áfangi í nálgun okkar á samstarfið við sjálfstæð félög," segir Matthias, en auk þess að fá að nota vörumerkið fær félagið hér aðgang að vörum og þjónustu sem Vodafone þróar á heimsvísu. "Með þessu móti getum við dýpkað markaðinn sem Vodafone starfar á," bætir hann við og telur að með þessari nálgun nái félagið að hugsa á heimsvísu en beita sér staðbundið. Ísland varð svo fyrir valinu, bæði vegna þess að hér hafði samstarfsaðilinn staðið sig vel í að innleiða nýjungar og vegna smæðar markaðarins. "En við erum samt ekki með frekari svona samninga í burðarliðnum til undirritunar í öðrum löndum, heldur ætlum við að staldra við og meta árangurinn af starfinu hér." Þá segir hann að þótt Vodafone sé að gera þarna tilraun í markaðsetningu vörumerkis sé ekki horft til markaðarins hér sem einhvers konar tilraunamarkaðs fyrir nýja vöru eða þjónustu. "Þau mál eru í nokkuð föstum skorðum og valdir smærri markaðir til að setja út vörur í fyrsta sinn og meta árangur." Matthias Jungeman áréttar að Vodafone Group hafi ekki bundist samstarfsfélaginu hér, Og fjarskiptum, neinum fjárhagsböndum og ekki fest kaup á hlut í félaginu. "Við erum ekki í neinu yfirtökuferli heldur sjáum við þessa leið sem tækifæri til að starfa náið með samstarfsfyrirtækjum okkar víða um heim um leið og viðhaldið er sveigjanleika og ákveðnu frelsi í athöfnum beggja."
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira