Viðskipti innlent

Heimila samruna

VÍS og Exista löglegt par. Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á samruna VÍS og Existu.
VÍS og Exista löglegt par. Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á samruna VÍS og Existu.
Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að samruni Existu og VÍS hafi ekki áhrif á samkeppni, enda sé starfsemi annars vegar Existu og hins vegar VÍS eignarhaldsfélags og dótturfélaga ólík. Samrunaaðilar eigi enga hluti í fyrirtækjum sem séu í samkeppni á markaði og því sé ekki fyrirsjáanlegt að samruninn muni draga úr samkeppni eða mynda eða styrkja markaðsráðandi stöðu.

Í sumar keypti Exista 80,8 prósenta hlut í VÍS og á eftir kaupin um 99,93 prósenta eignarhlut í félaginu. Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér samruna og því féll samruninn undir samrunaeftirlit. Hinn 10. júlí tilkynnti Samkeppniseftirlitið að það teldi ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans. - hhs





Fleiri fréttir

Sjá meira


×