Menning

Baráttulög í Iðu

Frá mótmælum á síðustu öld.
Frá mótmælum á síðustu öld.

Á Skáldspírukvöldi Lafleur útgáfunnar í Iðuhúsinu í kvöld verður einn listamaður á sviðinu. Kristján Guðlaugssson, tónlistarmaður, vísnaskáld og baráttumaður, mun þar stíga á svið og flytja nokkur af lögum sínum.

Kristján var um langt árabil áhrifamikill baráttumaður í róttækum hreyfingum hér á landi, fyrst í Fylkingunni og síðar í Samtökum Marx-Lenínista. Fór hann í fylkingarbrjósti í róttækri verkalýðsbaráttu og andófi gegn her og heimsvaldastefnu. Hann var liðtækur í mæltu og bundnu máli og dró hvergi af sér.

Hann er meðal annars þekktur fyrir ljóð sem hann samdi við lag A.P. Patersons, Ísland úr Nató, herinn burt sem söngsveitin Kjarabót gerði vinsælt á sínum tíma.

Kristján hefur búið í Svíþjóð um langt árabil og verið fjarri átakalínum í íslenskum stjórnmálum.

Samkoman í kvöld hefst kl. 20 á efri hæð bókaverslunarinnar Iðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×