Viðskipti innlent

Bjóða í bréf Líftækni­sjóðsins

Hlutafélagið Arkea, áður Prokaria, hefur gert þeim hluthöfum sem eiga bréf í Líftæknisjóðnum tilboð upp á eina krónu fyrir hvern hlut nafnverðs. Jakob Kristjánsson, framkvæmdastjóri Líftæknisjóðsins og annar af stærstu eigendum Arkeu, segir að með yfirtökutilboðinu sé verið að gera upp Líftæknisjóðinn og Prokaria.

Nú er unnið að sölu eigna Líftæknisjóðsins sem voru um síðustu áramót hlutabréf í Arkea, Orf Líftækni, BioStratum Inc., CanAg Diagnostic og Cyntellect. Eignarhlutir í Arkea og CanAg hafa verið seldir og unnið er að sölu bréfa í Orfi og BioStratum.

Samkvæmt ársreikningi Líftæknisjóðsins fyrir árið 2006 voru eignir bókfærðar á 332 milljónir króna en eigið fé nam 160 milljónum króna.

Ágúst Sindri Karlsson lögmaður er auk Jakobs meðal stærstu eigenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×