Viðskipti innlent

Hátt verð á fiski

ÝSa Mjög lítið framboð var af fiski á mörkuðum í síðustu viku. Kílóverðið var því mjög hátt.
ÝSa Mjög lítið framboð var af fiski á mörkuðum í síðustu viku. Kílóverðið var því mjög hátt.

Mjög dró úr framboði af fiski á fiskmörkuðum í síðustu viku. Tæplega 1.200 tonn af fiski seldust á mörkuðum en meðalverðið var mjög hátt eða 166,25 krónur á kíló. Annað eins verð hefur ekki sést í langan tíma.

Til samanburðar seldust 2.614 tonn af fiski vikuna á undan og var meðalverðið 18,27 krónum lægra.

Líkt og fyrri vikur heldur ýsan toppsætinu sem söluhæsta tegundin. Fyrir kílóið af slægðri ýsu fengust 172,25 krónur, en það er 39,61 krónu hækkun á milli vikna.

Þorskurinn hefur tryggt sér annað sæti. Fyrir kíló af slægðum þorski fengust 242,70 krónur en það er 7,42 króna hækkun á milli vikna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×