Búið að hækka í græjunum 18. október 2006 06:00 Það er alveg ljóst að partíið er komið í fullan gang aftur. Búið að hækka í græjunum og allir komnir út á gólf að dansa. Löggan kom í líki erlendra bankagreinenda og skipaði mönnum að lækka í græjunum. Ekki var vitað til þess að neinn nágrannanna hefði kvartað, enda sjálfir allir í partíinu. Helst var að einn svefnstyggur í Hádegismóum hefði getað hafa tekið undir kvartanirnar. Annars eru allir í stuði. Nú er sem sagt búið að hækka aftur og ég græði sem aldrei fyrr. Það er í raun ótrúlegt að ekki fleiri skuli spila á það sem auljóslega mun gerast. Tökum tvö góð dæmi af gróða mínum þessa vikuna. Ég sneri við öllum vösum og stillti mér upp í þremur félögum. Kaupþingi, FL group og Glitni. Ástæðan er augljós. FL og Glitnir voru í þann veginn að klára söluna á Icelandair. Það vissu allir að það var bara dagaspursmál. Buy on rumor sell on news virkaði sem aldrei fyrr. Hitt er segin saga. Íslendingar lækka aldrei verð á hlutabréfum til samræmis við arðgreiðslur. Ég hefi í mörg ár tekið stóra stöðu í Glitni, hirt arðinn og selt. Þetta hefur alltaf skilað skammtímahagnaði. Auðvitað gerði maður eins með Kaupþing nú og BINGÓ. Kaupþing lækkaði ekki til samræmis við arðgreiðslurnar. Svo fékk maður hækkun á þeim í vikunni í bónus. Ekki slæmt það og ég keypti mér nýtt sjónvarp. Það var að koma ný kynslóð af flatskjám. Þegar maður er svona ríkur ber manni viss skylda til að snúa gangverki efnahagslífsins með því að eyða peningum. Ég gef líka í góð málefni og svo hef ég verið duglegur að kaupa list að undanförnu. Maður vill jú láta gott af sér leiða í samfélaginu. Annars lítur þetta allt ljómandi vel út. Hagnaðurinn streymir inn í fyrirtækin. Erlendu lánin á móti hlutabréfunum rýrna og mismunurinn er hreinn hagnaður. Í ljósi reynslunnar fylgist maður stíft með gjaldeyrismarkaðnum, en hann er eins og ég hef margoft sagt sá markaður sem fær blóðið í manni til að renna. Þeir sem fyrstir fatta hræringarnar þar eru þeir sem alltaf koma fyrstir í mark og þar er maður vanur að vera. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Það er alveg ljóst að partíið er komið í fullan gang aftur. Búið að hækka í græjunum og allir komnir út á gólf að dansa. Löggan kom í líki erlendra bankagreinenda og skipaði mönnum að lækka í græjunum. Ekki var vitað til þess að neinn nágrannanna hefði kvartað, enda sjálfir allir í partíinu. Helst var að einn svefnstyggur í Hádegismóum hefði getað hafa tekið undir kvartanirnar. Annars eru allir í stuði. Nú er sem sagt búið að hækka aftur og ég græði sem aldrei fyrr. Það er í raun ótrúlegt að ekki fleiri skuli spila á það sem auljóslega mun gerast. Tökum tvö góð dæmi af gróða mínum þessa vikuna. Ég sneri við öllum vösum og stillti mér upp í þremur félögum. Kaupþingi, FL group og Glitni. Ástæðan er augljós. FL og Glitnir voru í þann veginn að klára söluna á Icelandair. Það vissu allir að það var bara dagaspursmál. Buy on rumor sell on news virkaði sem aldrei fyrr. Hitt er segin saga. Íslendingar lækka aldrei verð á hlutabréfum til samræmis við arðgreiðslur. Ég hefi í mörg ár tekið stóra stöðu í Glitni, hirt arðinn og selt. Þetta hefur alltaf skilað skammtímahagnaði. Auðvitað gerði maður eins með Kaupþing nú og BINGÓ. Kaupþing lækkaði ekki til samræmis við arðgreiðslurnar. Svo fékk maður hækkun á þeim í vikunni í bónus. Ekki slæmt það og ég keypti mér nýtt sjónvarp. Það var að koma ný kynslóð af flatskjám. Þegar maður er svona ríkur ber manni viss skylda til að snúa gangverki efnahagslífsins með því að eyða peningum. Ég gef líka í góð málefni og svo hef ég verið duglegur að kaupa list að undanförnu. Maður vill jú láta gott af sér leiða í samfélaginu. Annars lítur þetta allt ljómandi vel út. Hagnaðurinn streymir inn í fyrirtækin. Erlendu lánin á móti hlutabréfunum rýrna og mismunurinn er hreinn hagnaður. Í ljósi reynslunnar fylgist maður stíft með gjaldeyrismarkaðnum, en hann er eins og ég hef margoft sagt sá markaður sem fær blóðið í manni til að renna. Þeir sem fyrstir fatta hræringarnar þar eru þeir sem alltaf koma fyrstir í mark og þar er maður vanur að vera. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira