Viðskipti innlent

Afkoman undir væntingum

Í framleiðslusal Össurar Össur skilaði minni hagnaði á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til.
Í framleiðslusal Össurar Össur skilaði minni hagnaði á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til.

Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 5,7 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 387 milljóna íslenskra króna á tímabilinu samanborið við rúmar 274 milljónir króna í hagnað á sama tíma í fyrra.

Í tilkynningu frá Össuri kemur fram að hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) hafi numið 12,1 milljónum dala eða 867 milljónum íslenskra króna, sem er 17 prósenta aukning frá þriðja ársfjórðungi í fyrra.

Haft er eftir Jóni Sigurðssyn, forstjóra Össurar, að afkoman sé rétt undir væntingum en að fyrirtækið sé bjartsýnt á að ná markmiðum sínum á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×