Viðskipti innlent

Grettir kaupir áfram í Avion

Grettir fjárfestingafélag keypti í gær tæplega 23 prósenta hlut í Avion Group og hefur þar með eignast yfir 34 prósent hlutafjár í félaginu. Nemur kaupverðið 14,6 milljörðum króna. Fyrir mánuði átti Grettir ekki nema um eitt prósent í Avion.

Bréf þessi voru áður í eigu lykilstjórnenda og stjórnarmanna í Avion eins og Arngríms Jóhannssonar, Hafþórs Hafsteinssonar og Phillips Wyatt. Voru bréfin notuð sem greiðsla við kaup þeirra á eignarhlutum í XL Leisure Group og Avion Aircraft Trading.

Kaup Grettis leggjast vel í Magnús Þorsteinsson, stjórnarformann Avion, sem er eftir sem áður stærsti hluthafinn: „Þarna er mjög sterkur eigendahópur á ferðinni sem ég hef átt gott samstarf við."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×