Viðskipti innlent

MP sækir fram í Austur-Evrópu

Við kynningu á samstarfi MP og RCM. MP Fjárfestingarbanki hyggst bjóða verðbréfasjóði RCM til sölu hér á landi.
Við kynningu á samstarfi MP og RCM. MP Fjárfestingarbanki hyggst bjóða verðbréfasjóði RCM til sölu hér á landi.

MP Fjárfestingarbanki hefur komið á samstarfi við austurríska bankann Raiffeisen Capital Management og hyggst bjóða verðbréfasjóði félagsins til sölu hér á landi. Um er að ræða tvo skuldabréfasjóði sem annars vegar fjárfesta í hlutabréfum á nýmörkuðum í Austur-Evrópu og hins vegar í hlutabréfum í Kína, Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi. Að auki er um að ræða tvo skuldabréfasjóði sem fjárfesta í skuldabréfum í Austur-Evrópu.

MP Fjárfestingarbanki hefur starfað í Austur-Evrópu í nokkur ár og markað sér þá stefnu að auka starfsemi sína þar enn frekar. Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Fjárfestingarbanka, segir mikil fjárfestingartækifæri á svæðinu. „Við höfum tekið eftir því í okkar eigin fjárfestingum á þessu svæði að viðskiptavinir okkar hafa haft mikinn áhuga á þeim. Með þessum samningi við RCM erum við að koma til móts við þeirra óskir og getum nú boðið þeim upp á framúrskarandi sjóði.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×