Viðskipti innlent

Gæðaverðlaunin í áttunda sinn

Íslensku gæðaverðlaunin Stjórnvís afhendir íslensku gæðaverðlaunin á þriðjudag í næstu viku.
Íslensku gæðaverðlaunin Stjórnvís afhendir íslensku gæðaverðlaunin á þriðjudag í næstu viku.

Íslensku gæðaverðlaunin verða afhent í áttunda sinn við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 7. nóvember á Nordica hóteli í Reykjavík. Geir H. Haarde forsætisráðherra afhendir verðlaunin.

Íslensku gæðaverðlaunin eru samstarfsverkefni Stjórnvísi, forsætisráðuneytis, Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Samtaka atvinnulífsins.

Plastprent, VKS, Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi, Marel og Sjóvá hafa hlotið gæðaverðlaunin en ÁTVR hlaut þau fyrir tveimur árum.

Í tilefni af afhendingunni mun Stjórnvísi halda ráðstefnu í samstarfi við Capacent sem ber yfirskriftina Forysta í krafti þjónustu (Service Leadership) á Nordica hóteli áður en afhendingin fer fram milli klukkan 13 og 16.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×