Gerðu heimildarmynd um aktívisma 2. nóvember 2006 16:15 Ný heimildarmynd þeirra um aktívisma hjá ungu fólki verður frumsýnd á næstunni. MYND/Hörður Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi. Verður myndin sýnd í framhaldsskólum og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. "Ég vann hjá Amnesty International við að skrá fólk í samtökin og segja því frá Amnesty og tók eftir því að ungt fólk er mjög áhugasamt um aktívisma og að hafa áhrif á samfélagið. Það veit bara ekki hvaða leiðir eru notaðar og kannast ekki við hugtakið," segir Áslaug, sem leggur stund á mannfræði í háskólanum, en Garðar les aftur á móti hagfræði. "Í myndinni erum við að taka saman hvað er að gerast í íslenskum aktívisma hjá ungu fólki og sýna að það er hægt að fara margar leiðir til að hafa áhrif, t.d. fara í mótmælagöngur, halda tónleika eða skrifa bréf til stjórnvalda," segir Áslaug. Aðspurð segir hún aktívisma vera það að hafa með virkum hætti áhrif á samfélagið. "Þetta er mjög vítt og opið hugtak og nær yfir margar aðgerðir. Það fer eftir túlkun hvers og eins." Þau Áslaug og Garðar, sem unnu myndina í sameiningu, sóttu um styrk úr Nýsköpunarsjóði og sjóði fyrir ungt fólk í Evrópu til að vinna myndina, auk þess sem Amnesty International styrkti gerð hennar. Upptökur hófust í lok maí. "Við hittum mikið af frábæru fólki sem er að gera magnaða hluti. Við fórum upp á Kárahnjúka, mættum á alls konar samkomur og tókum viðtöl við fullt af fólki, meðal annars meðlimi félagsins Ísland-Palestína, fólk úr náttúrverndarbaráttu og félaga í Amnesty," segir Áslaug, sem starfar enn í hlutastarfi hjá samtökunum. Plötusnúðurinn Hermigervill, sem hefur gefið út tvær vel heppnaðar plötur, semur alla tónlistina í myndinni. Stefnt er á frumsýningu hennar í nóvember. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Háskólanemarnir Áslaug Einarsdóttir og Garðar Stefánsson hafa lokið við gerð heimildarmyndar um aktívisma hjá ungu fólki á Íslandi. Verður myndin sýnd í framhaldsskólum og er ætlun þeirra að vekja áhuga ungmenna á því að hafa áhrif á samfélag sitt með ýmiss konar aðferðum. "Ég vann hjá Amnesty International við að skrá fólk í samtökin og segja því frá Amnesty og tók eftir því að ungt fólk er mjög áhugasamt um aktívisma og að hafa áhrif á samfélagið. Það veit bara ekki hvaða leiðir eru notaðar og kannast ekki við hugtakið," segir Áslaug, sem leggur stund á mannfræði í háskólanum, en Garðar les aftur á móti hagfræði. "Í myndinni erum við að taka saman hvað er að gerast í íslenskum aktívisma hjá ungu fólki og sýna að það er hægt að fara margar leiðir til að hafa áhrif, t.d. fara í mótmælagöngur, halda tónleika eða skrifa bréf til stjórnvalda," segir Áslaug. Aðspurð segir hún aktívisma vera það að hafa með virkum hætti áhrif á samfélagið. "Þetta er mjög vítt og opið hugtak og nær yfir margar aðgerðir. Það fer eftir túlkun hvers og eins." Þau Áslaug og Garðar, sem unnu myndina í sameiningu, sóttu um styrk úr Nýsköpunarsjóði og sjóði fyrir ungt fólk í Evrópu til að vinna myndina, auk þess sem Amnesty International styrkti gerð hennar. Upptökur hófust í lok maí. "Við hittum mikið af frábæru fólki sem er að gera magnaða hluti. Við fórum upp á Kárahnjúka, mættum á alls konar samkomur og tókum viðtöl við fullt af fólki, meðal annars meðlimi félagsins Ísland-Palestína, fólk úr náttúrverndarbaráttu og félaga í Amnesty," segir Áslaug, sem starfar enn í hlutastarfi hjá samtökunum. Plötusnúðurinn Hermigervill, sem hefur gefið út tvær vel heppnaðar plötur, semur alla tónlistina í myndinni. Stefnt er á frumsýningu hennar í nóvember.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira