Menning

Útgáfu fagnað

Haukur Már helgason Gefur út sína fyrstu skáldsögu, Svavar Pétur og 20. öldin, hjá Nýhil.
Haukur Már helgason Gefur út sína fyrstu skáldsögu, Svavar Pétur og 20. öldin, hjá Nýhil. MYND/HARI

Forlagið Nýhil heldur útgáfufagnað í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld þar sem þrír höfundar munu lesa úr splúnkunýjum skáldsögum sínum.

Haukur Már Helgason les úr bókinni Svavar Pétur og 20. öldin og Bjarni Klemenz úr bók sinni Fenrisúlfur en þetta eru fyrstu skáldsögur þeirra beggja. Auk þess les Eiríkur Örn Norðdahl úr bók sinni Eitur fyrir byrjendur en hann hefur áður gefið út skáldsöguna Hugsjónadrusluna.

Meðlimir hljómsveitarinnar múm munu spila ljúfa tóna af skífum milli upplestra en kynnir er Ingibjörg Magnadóttir. Óttar Martin Norðfjörð kynnir að auki væntanlega ljóðabók sína og fyrsta bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Húsið verður opnað kl. 20 og hefst dagskráin hálftíma síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×