Nýjar árásir á Gaza-strönd 2. nóvember 2006 06:45 Jarðarför í Beit Lahija. Ættingi eins af palestínsku stríðsmönnunum, sem féllu í árás Ísraelshers í gærmorgun, fórnar höndum í jarðarför hans, sem fór fram strax í gær. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni auk fótgönguliða. MYND/AP Gaza-borg, AP Ísraelskir hermenn drápu að minnsta kosti sex Palestínumenn í árás á Gaza-strönd snemma í gærmorgun. Einnig féll einn ísraelskur hermaður. Árás ísraelska hersins var með þeim stærstu frá því Ísraelar réðust á ný inn á Gaza-strönd í sumar. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni, auk fótgönguliða. Árásin beindist einkum að bænum Beit Hanoun, en Ísraelar halda því fram að þaðan hafi Palestínumenn skotið fjölmörgum flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Ísraelar yfirgáfu Gaza-strönd í september árið 2005 en herinn sneri aftur í júní í sumar til þess að bjarga ísraelskum hermanni úr klóm Palestínumanna, sem höfðu tekið hann í gíslingu. Í gær upplýstu Hezbollah-samtökin í Líbanon að samningaviðræður ættu sér stað milli Hezbollah og Ísraela um fangaskipti, einkum um afdrif tveggja ísraelskra hermanna, sem Hezbollah tóku höndum í sumar. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði milligöngu um þessar viðræður, en þær færu engu að síður fram í fullri alvöru. Handtaka þessara tveggja hermanna varð Ísraelum tilefni til harðra árása á Líbanon í sumar. Nasrallah staðfesti jafnframt að Hezbollah-samtökin krefjist þess nú að fá stærri hlut í stjórn Líbanons, en samtökin, sem Ísraelar og Bandaríkjamenn segja hryðjuverkasamtök, hafa árum saman átt ráðherra í ríkisstjórn landsins. Nú krefjast samtökin þess að fá þriðjung ráðherra í stjórninni, sem gæfi þeim neitunarvald í mikilvægum málum. Á þriðjudaginn sagði Amir Peretz varnarmálaráðherra að nokkurra ára gamlar friðartillögur frá Sádi-Arabíu gætu orðið grunnur að nýjum friðarviðræðum. Tillögurnar snúast um það að Ísraelsmenn afhendi Palestínumönnum allt landsvæði sem Palestínumenn réðu yfir fyrir stríðið 1967 gegn því að samið verði um frið til frambúðar. „Þetta þýðir ekki að við föllumst á tillögur Sádi-Araba, en þær gætu verið grunnurinn,“ sagði Peretz, en hann er æðsti ráðamaður í Ísrael sem til þessa hefur viljað ljá máls á þessum tillögum frá Sádi-Arabíu. Erlent Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira
Gaza-borg, AP Ísraelskir hermenn drápu að minnsta kosti sex Palestínumenn í árás á Gaza-strönd snemma í gærmorgun. Einnig féll einn ísraelskur hermaður. Árás ísraelska hersins var með þeim stærstu frá því Ísraelar réðust á ný inn á Gaza-strönd í sumar. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni, auk fótgönguliða. Árásin beindist einkum að bænum Beit Hanoun, en Ísraelar halda því fram að þaðan hafi Palestínumenn skotið fjölmörgum flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Ísraelar yfirgáfu Gaza-strönd í september árið 2005 en herinn sneri aftur í júní í sumar til þess að bjarga ísraelskum hermanni úr klóm Palestínumanna, sem höfðu tekið hann í gíslingu. Í gær upplýstu Hezbollah-samtökin í Líbanon að samningaviðræður ættu sér stað milli Hezbollah og Ísraela um fangaskipti, einkum um afdrif tveggja ísraelskra hermanna, sem Hezbollah tóku höndum í sumar. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði milligöngu um þessar viðræður, en þær færu engu að síður fram í fullri alvöru. Handtaka þessara tveggja hermanna varð Ísraelum tilefni til harðra árása á Líbanon í sumar. Nasrallah staðfesti jafnframt að Hezbollah-samtökin krefjist þess nú að fá stærri hlut í stjórn Líbanons, en samtökin, sem Ísraelar og Bandaríkjamenn segja hryðjuverkasamtök, hafa árum saman átt ráðherra í ríkisstjórn landsins. Nú krefjast samtökin þess að fá þriðjung ráðherra í stjórninni, sem gæfi þeim neitunarvald í mikilvægum málum. Á þriðjudaginn sagði Amir Peretz varnarmálaráðherra að nokkurra ára gamlar friðartillögur frá Sádi-Arabíu gætu orðið grunnur að nýjum friðarviðræðum. Tillögurnar snúast um það að Ísraelsmenn afhendi Palestínumönnum allt landsvæði sem Palestínumenn réðu yfir fyrir stríðið 1967 gegn því að samið verði um frið til frambúðar. „Þetta þýðir ekki að við föllumst á tillögur Sádi-Araba, en þær gætu verið grunnurinn,“ sagði Peretz, en hann er æðsti ráðamaður í Ísrael sem til þessa hefur viljað ljá máls á þessum tillögum frá Sádi-Arabíu.
Erlent Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Innlent Fleiri fréttir Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Flutningabíl ekið inn í þvögu í Tel Aviv Lokaði unnustann í ferðatösku þar til hann lést Vilja nota Patriot-kerfi á skipum til að skjóta niður kínverskar eldflaugar Sagður hafa stöðvað stuðningsyfirlýsingu Óttast umsátur og ofbeldi við kjörstaði Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Ísrael gerir loftárás á Íran Víðfrægur rappari grunaður um að ráða launmorðingja Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Enn allt í járnum skömmu fyrir kjördag Stýrivextir ná sögulegu hámarki í Rússlandi Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Gagnrýnd fyrir að heiðra minningu fallinna fasista Musk sagður í reglulegum samskiptum við Pútín Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan Sjá meira