Menning

Innrásinni að ljúka

Fjölþjóðlegur listahópur lýkur innrás sinni um helgina Invasionistas hafa sett mark sitt á bæjarlífið undanfarið.
Fjölþjóðlegur listahópur lýkur innrás sinni um helgina Invasionistas hafa sett mark sitt á bæjarlífið undanfarið.

Sýningu listahópsins Invasionistas í Kling og Bang-galleríi á Laugavegi lýkur um helgina. Invasionistas er fjölþjóðlegur hópur listamanna sem starfar í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn heldur sýningu saman. Undanfarin tíu ár hafa þau starfað saman í pörum og smærri hópum að gjörningum, innsetningum og myndbandagerð.

Ætlun þeirra er að kanna merkingu innrásar almennt og hvernig hún endurspeglast í veröldinni, í íslensku sögunni og í blindgötustjórnmálum heimalands síns. Á mjög djúp-yfirborðskenndan hátt mun hópurinn kynna viðhorf sín á ástinni og lífinu.

Sýningin var opnuð í tengslum við grasrótarhátíðina Sequences en hópurinn kom sér fyrir í galleríinu og hefur starfað þar eins og nokkurskonar sértrúarsamtök þar sem hver og einn kynnir sín einstöku máttaröfl í gegnum gjörninga, tónlist, herkvaðningu, málamiðlanir, sérleiðangra og trúboð, og óhætt að innrásin hafi hrist upp í íslensku samfélagi.

Sýningin er opin milli kl. 14-18 og stendur fram á sunnudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×