Enn hávaði og kraftur 3. nóvember 2006 10:15 Roger Daltrey söngvari og Pete Townshend gítarleikari eru komnir á fullt aftur með hljómsveitina The Who. Hér sjást þeir á tónleikum á T in the Park-hátíðinni í Bretlandi í sumar. Nýlega kom út fyrsta breiðskífa The Who í 24 ár. MYND/Getty Það áttu ekki margir von á því að gömlu brýnin í bresku rokksveitinni The Who ættu eftir að gefa út plötu með nýju efni, en nú er hún staðreynd. Endless Wire kemur út tæpum aldarfjórðungi á eftir síðustu hljóðversplötu þeirra, It’s Hard. Trausti Júlíusson komst að því að nýja platan sver sig í ætt við fyrri verk sveitarinnar. Hljómsveitin The Who er hiklaust eitt af stóru nöfnunum í rokksögunni. Hún sló í gegn um miðjan sjöunda áratuginn með rokkslögurum á borð við I Can’t Explain, Anyway Anyhow Anywhere og My Generation. Hún gerði Tommy, fyrstu rokkóperuna sem náði einhverjum vinsældum, árið 1969. Hún var þekkt fyrir brjálaða tónleika sem enduðu jafnvel á því að hljómsveitarmeðlimir mölvuðu gítara og veltu um koll trommusettinu og hátalarastæðum. Hún setti hávaðamet á tónleikum árið 1976 sem stóð í fjölda ára. Og fáar sveitir hafa rústað fleiri hótelherbergi. Síðustu tvo áratugi hefur hljómsveitin hins vegar lítið starfað og eingöngu komið saman til tónleikahalds. Eftir að bassaleikarinn John Entwistle dó fyrir fjórum árum voru flestir búnir að afskrifa sveitina endanlega. En aldeilis ekki. The Who hefur spilað mikið á árinu 2006 og fyrsta stúdíóplatan í 24 ár, Endless Wire, er nýkomin í verslanir. Og þá voru eftir tveir The Who var á blómaskeiði sínu skipuð fjórum meðlimum; Roger Daltrey söngvara, Pete Townshend, gítarleikara og aðallagasmið sveitarinnar, John Entwistle bassaleikara og Keith Moon trommuleikara. Keith var magnaður trommuleikari og alræmdur sukkari og ólátabelgur. Það var hann sem keyrði Rolls Royce út í sundlaugina á Holiday Inn-hóteli 1967 (verður seint toppað). Hann dó af ofneyslu lyfja árið 1978. John Entwistle bassaleikari dó svo eins og áður er getið árið 2002 af hjartaáfalli sem mátti rekja til kókaínneyslu. Og þá voru eftir tveir. Roger og Pete. Paul Weller og Oasis-menn hrifnir Það eru liðin 44 ár frá því Pete og Roger spiluðu fyrst saman í hljómsveit, en samband þeirra er enn sterkt. „Hjónaband mitt og konunnar hélt ekki, en hjónaband okkar Petes lifir enn,“ sagði Roger nýlega í viðtali þegar hann var spurður hvernig þeir færu að því að vera enn saman eftir öll þessi ár. The Who er nú að klára mikla heimstónleikaferð. Með Pete og Roger á því ferðalagi spila m.a. Simon bróðir Petes á gítar og Zak Starkey, sonur Ringo Starr, spilar á trommur. Tónleikarnir hafa fengið mjög góða dóma. Það er enn hávaði og kraftur í bandinu og yngri rokkarar eins og Paul Weller, meðlimir Oasis og The Fratellis hafa lýst yfir ánægju sinni með frammistöðuna. Tvískipt plata Eitt af því sem The Who er þekkt fyrir eru rokkóperurnar. Fyrstu mini-óperuna, A Quick One While He’s Away, samdi Pete Townshend 1966, en þekktastar eru Tommy og Quadrophenia. Nýja Who-platan Endless Wire er tvískipt. Fyrri hlutinn eru níu glæný lög, en seinni hlutinn er tíu laga mini-rokkóperan Wire & Glass í heild sinni. Tónlistin er mjög í anda fyrri verka sveitarinnar. Þetta eru kröftug rafmagnsgítarstykki í bland við rólegri kassagítarkafla. Gítartrikkin hans Petes eru á sínum stað og líka söngstíllinn hans Rogers. Ekki mikil nýsköpun kannski en þessi lög virka vel og heildarsvipurinn er fínn. Flestir tónlistarmiðlar hafa tekið plötunni vel. David Fricke hjá Rolling Stone gefur henni t.d. 4/5. Í næstu viku kemur nýtt tónleikasafn frá hljómsveitinni á DVD. Það heitir Who’s Better, Who’s Best ... Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Það áttu ekki margir von á því að gömlu brýnin í bresku rokksveitinni The Who ættu eftir að gefa út plötu með nýju efni, en nú er hún staðreynd. Endless Wire kemur út tæpum aldarfjórðungi á eftir síðustu hljóðversplötu þeirra, It’s Hard. Trausti Júlíusson komst að því að nýja platan sver sig í ætt við fyrri verk sveitarinnar. Hljómsveitin The Who er hiklaust eitt af stóru nöfnunum í rokksögunni. Hún sló í gegn um miðjan sjöunda áratuginn með rokkslögurum á borð við I Can’t Explain, Anyway Anyhow Anywhere og My Generation. Hún gerði Tommy, fyrstu rokkóperuna sem náði einhverjum vinsældum, árið 1969. Hún var þekkt fyrir brjálaða tónleika sem enduðu jafnvel á því að hljómsveitarmeðlimir mölvuðu gítara og veltu um koll trommusettinu og hátalarastæðum. Hún setti hávaðamet á tónleikum árið 1976 sem stóð í fjölda ára. Og fáar sveitir hafa rústað fleiri hótelherbergi. Síðustu tvo áratugi hefur hljómsveitin hins vegar lítið starfað og eingöngu komið saman til tónleikahalds. Eftir að bassaleikarinn John Entwistle dó fyrir fjórum árum voru flestir búnir að afskrifa sveitina endanlega. En aldeilis ekki. The Who hefur spilað mikið á árinu 2006 og fyrsta stúdíóplatan í 24 ár, Endless Wire, er nýkomin í verslanir. Og þá voru eftir tveir The Who var á blómaskeiði sínu skipuð fjórum meðlimum; Roger Daltrey söngvara, Pete Townshend, gítarleikara og aðallagasmið sveitarinnar, John Entwistle bassaleikara og Keith Moon trommuleikara. Keith var magnaður trommuleikari og alræmdur sukkari og ólátabelgur. Það var hann sem keyrði Rolls Royce út í sundlaugina á Holiday Inn-hóteli 1967 (verður seint toppað). Hann dó af ofneyslu lyfja árið 1978. John Entwistle bassaleikari dó svo eins og áður er getið árið 2002 af hjartaáfalli sem mátti rekja til kókaínneyslu. Og þá voru eftir tveir. Roger og Pete. Paul Weller og Oasis-menn hrifnir Það eru liðin 44 ár frá því Pete og Roger spiluðu fyrst saman í hljómsveit, en samband þeirra er enn sterkt. „Hjónaband mitt og konunnar hélt ekki, en hjónaband okkar Petes lifir enn,“ sagði Roger nýlega í viðtali þegar hann var spurður hvernig þeir færu að því að vera enn saman eftir öll þessi ár. The Who er nú að klára mikla heimstónleikaferð. Með Pete og Roger á því ferðalagi spila m.a. Simon bróðir Petes á gítar og Zak Starkey, sonur Ringo Starr, spilar á trommur. Tónleikarnir hafa fengið mjög góða dóma. Það er enn hávaði og kraftur í bandinu og yngri rokkarar eins og Paul Weller, meðlimir Oasis og The Fratellis hafa lýst yfir ánægju sinni með frammistöðuna. Tvískipt plata Eitt af því sem The Who er þekkt fyrir eru rokkóperurnar. Fyrstu mini-óperuna, A Quick One While He’s Away, samdi Pete Townshend 1966, en þekktastar eru Tommy og Quadrophenia. Nýja Who-platan Endless Wire er tvískipt. Fyrri hlutinn eru níu glæný lög, en seinni hlutinn er tíu laga mini-rokkóperan Wire & Glass í heild sinni. Tónlistin er mjög í anda fyrri verka sveitarinnar. Þetta eru kröftug rafmagnsgítarstykki í bland við rólegri kassagítarkafla. Gítartrikkin hans Petes eru á sínum stað og líka söngstíllinn hans Rogers. Ekki mikil nýsköpun kannski en þessi lög virka vel og heildarsvipurinn er fínn. Flestir tónlistarmiðlar hafa tekið plötunni vel. David Fricke hjá Rolling Stone gefur henni t.d. 4/5. Í næstu viku kemur nýtt tónleikasafn frá hljómsveitinni á DVD. Það heitir Who’s Better, Who’s Best ...
Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira