Samruni Kauphallarinnar við OMX styrkir íslensk fyrirtæki 8. nóvember 2006 00:01 Kauphöll Íslands. Norræna OMX-kauphöllin keypti Kauphöll Íslands í síðasta mánuði fyrir 2,5 milljarða króna. Kauphöll Íslands verður hluti af OMX-samstæðunni, sem rekur kauphallir á Norðurlöndunum að Noregi undanskildu og í Eystrasaltsríkjunum, um næstu áramót. MYND/Stefán Norræna kauphallarsamstæðan OMX, sem er með höfuðstöðvar í Stokkhólmi í Svíþjóð og rekur kauphallir í Stokkhólmi, Helsinki í Finnlandi, Kaupmannahöfn í Danmörku og í Eystrasaltsríkjunum, undirritaði viljayfirlýsingu um kaup á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi Íslands hf. 19. september síðastliðinn. Kaupverð nam 2,5 milljörðum króna auk þess sem greitt er sérstaklega fyrir handbært fé og verðbréf í eigu eignarhaldsfélagsins. Viðræðurnar höfðu staðið lengi yfir eða allt frá síðasta ári og virtist um tíma sem þær ætluðu ekki að skila neinu. Eignarhaldsfélagið rekur Kauphöll Íslands sem um næstu áramót verður hluti af norrænu kauphallarsamstæðunni. Ætla má að með samrunanum verði stigið nýtt skref í sögu Kauphallar Íslands enda verður hún hluti af sjöundu stærstu kauphöll í Evrópu. Samruni Kauphallar Íslands og OMX er einn þáttur af enn fleiri samrunaferlum kauphalla og verðbréfamarkaða víða um heim á síðastliðnum árum, ekki síst þessu ári sem hefur einkennst af talsverðum sviptingum. Kauphallir bæði vestan hafs, í Evrópu og í Asíu hafa aukið samstarf sitt með það fyrir augum að auka stærð sína, minnka fjármagnskostnað en síðast en ekki síst, auka samkeppnishæfnina á hörðum markaði. Baráttan um markaðina er hörð enda berjast tiltölulega fáar kauphallir um enn færri sneiðar af kauphallarkökunni. Jukka Ruuska, forstjóri kauphallararms OMX Nordic Marketplaces (OMX), er staddur hér á landi en hann hélt framsögu um áhrif sameiningar Kauphallar Íslands og OMX á íslenska markaðinn ásamt Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallar Íslands, í málstofu í Háskólanum í Reykjavík í gær. Félag um fjárfestatengsl hélt málstofuna í samvinnu við Kauphöll Íslands og Háskólann í Reykjavík.markaður kauphallarinnar stækkarRuuska segir kauphallir víða um heim horfa til sameiningar með það fyrir augum að styrkja stöðu sína og samkeppnishæfni í alþjóðasamfélaginu. Menn horfa einkum til tveggja atriða með sameiningu kauphalla. Í fyrsta lagi lækka fjármagns- og þjónustugjöld bæði hjá kauphöllunum sjálfum og ekki síst hjá fyrirtækjunum sem þar eru skráð. Í öðru lagi batnar greiðsluhæfi og greiðslugeta stórra kauphalla á borð við OMX. Íslensk fyrirtæki ættu því að horfa björtum augum á samruna Kauphallar Íslands við OMX, að mati Ruuska, sem bætir við að sé tekið mið af markaðsvirði Kauphallar Íslands sé hún sambærileg við kauphallir í Prag í Tékklandi og í Búdapest. Þegar samruninn gengur í gegn um áramótin verður hún hins vegar enn stærri.„Með samruna Kauphallar Íslands við markaði í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Helsinki og í Eystrasaltslöndunum verður til mjög stórt markaðssvæði,“ segir hann og bendir á að OMX samstæðan sé sjöunda stærsta kauphöllin í Evrópu og fimmta stærsta fyrirtæki álfunnar. Þar að auki sé OMX þriðja stærsta kauphöllin hvað snýr að rafrænum viðskiptum og stærsti markaður álfunnar sem sinnir fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni.Kauphöllin í Osló í Noregi hefur fram til þessa verið eina kauphöllin á Norðurlöndum sem heyrir ekki undir samstæðu OMX. Kauphöll Íslands keypti hins vegar 0,3 prósenta hlut í norsku kauphöllinni í janúar síðastliðnum og fylgir eignarhluturinn með í kaupum OMX. Þá keypti OMX aukinheldur 10 prósenta hlut í kauphöllinni í Osló í síðasta mánuði.Ruuska sagði OMX líta á kaupin sem góðan fjárfestingakost og horfi hann til þess að OMX og kauphöllin í Noregi vinni náið saman í framtíðinni. Hvað nákvæmlega felist í þessari auknu samvinnu sagði Ruuska hins vegar lítið.möguleikar fyrir íslensk fyrirtækiRuuska segir mikinn vöxt einkenna íslensk fyrirtæki, ekki síst utan landsteina. Sérstaklega sé þetta eftirtektarvert hvað íslensku bankana snerti en þeir hafi gert Norðurlöndin að heimamarkaði sínum, að sögn Ruuska sem enn fremur bendir á að með sameiningu Kauphallarinnar við OMX verði íslensk fyrirtæki sýnilegri á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum auk þess sem landnám þeirra í útrás verði auðveldara þar sem fjármagnskostnaður verður lægri en ella.Sömu sögu er að segja af útrás fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllina til annarra Evrópulanda utan Norðurlandanna. OMX sé með stærstu kauphöllum heims og því verði þau fyrirtæki sem skráð eru í kauphallarsamstæðuna sýnilegri úti í hinum stóra heimi en ef þau væru einungis skráð í kauphöllina hér á landi. Með samrunanum opnast íslenskum fyrirtækjum því talsvert meiri möguleikar á alþjóðavísu en áður, að mati Ruuska, sem bætir við að með sýnileikanum opnist íslenskum fyrirtækjum auk þess nýjar gáttir að auknu fjármagni.En möguleikarnir opnast ekki aðeins fyrir fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll Íslands því fjárfestar fá sömuleiðis aukin tækifæri til að ávaxta pund sitt. „Norræna kauphöllin veitir fjárfestum marga möguleika. Þeir munu eiga auðveldara með að fylgjast með straumum á norræna markaðnum og geta valið úr fleiri fyrirtækjum sem skráð eru á markaðnum,“ segir hann.norrænir fjárfestar á heimamarkaðiSumir óttast þennan sýnileika íslenskra fyrirtækja á erlendum vettvangi. Gæti jafnvel farið svo að með samruna Kauphallar Íslands og OMX verði íslensk fyrirtæki það sýnileg að þau gætu orðið erlendum yfirtökufjárfestum að bráð?Jukka Ruuska segir svo ekki vera. Þvert á móti skili stór markaður á borð við OMX sér í lægri kostnaði fyrir skráð fyrirtæki og minna álagi sem hafi í för með sér að fyrirtækin styrkist fyrir vikið. „Svo horfa æ fleiri fjárfestar á Norðurlöndunum til fyrirtækja sem skráð eru í OMX. Það þýðir að fjárfestingar aukast í fyrirtækjum sem skráð eru á Norðurlöndunum,“ segir Ruuska. Fréttaskýringar Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Norræna kauphallarsamstæðan OMX, sem er með höfuðstöðvar í Stokkhólmi í Svíþjóð og rekur kauphallir í Stokkhólmi, Helsinki í Finnlandi, Kaupmannahöfn í Danmörku og í Eystrasaltsríkjunum, undirritaði viljayfirlýsingu um kaup á Eignarhaldsfélaginu Verðbréfaþingi Íslands hf. 19. september síðastliðinn. Kaupverð nam 2,5 milljörðum króna auk þess sem greitt er sérstaklega fyrir handbært fé og verðbréf í eigu eignarhaldsfélagsins. Viðræðurnar höfðu staðið lengi yfir eða allt frá síðasta ári og virtist um tíma sem þær ætluðu ekki að skila neinu. Eignarhaldsfélagið rekur Kauphöll Íslands sem um næstu áramót verður hluti af norrænu kauphallarsamstæðunni. Ætla má að með samrunanum verði stigið nýtt skref í sögu Kauphallar Íslands enda verður hún hluti af sjöundu stærstu kauphöll í Evrópu. Samruni Kauphallar Íslands og OMX er einn þáttur af enn fleiri samrunaferlum kauphalla og verðbréfamarkaða víða um heim á síðastliðnum árum, ekki síst þessu ári sem hefur einkennst af talsverðum sviptingum. Kauphallir bæði vestan hafs, í Evrópu og í Asíu hafa aukið samstarf sitt með það fyrir augum að auka stærð sína, minnka fjármagnskostnað en síðast en ekki síst, auka samkeppnishæfnina á hörðum markaði. Baráttan um markaðina er hörð enda berjast tiltölulega fáar kauphallir um enn færri sneiðar af kauphallarkökunni. Jukka Ruuska, forstjóri kauphallararms OMX Nordic Marketplaces (OMX), er staddur hér á landi en hann hélt framsögu um áhrif sameiningar Kauphallar Íslands og OMX á íslenska markaðinn ásamt Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallar Íslands, í málstofu í Háskólanum í Reykjavík í gær. Félag um fjárfestatengsl hélt málstofuna í samvinnu við Kauphöll Íslands og Háskólann í Reykjavík.markaður kauphallarinnar stækkarRuuska segir kauphallir víða um heim horfa til sameiningar með það fyrir augum að styrkja stöðu sína og samkeppnishæfni í alþjóðasamfélaginu. Menn horfa einkum til tveggja atriða með sameiningu kauphalla. Í fyrsta lagi lækka fjármagns- og þjónustugjöld bæði hjá kauphöllunum sjálfum og ekki síst hjá fyrirtækjunum sem þar eru skráð. Í öðru lagi batnar greiðsluhæfi og greiðslugeta stórra kauphalla á borð við OMX. Íslensk fyrirtæki ættu því að horfa björtum augum á samruna Kauphallar Íslands við OMX, að mati Ruuska, sem bætir við að sé tekið mið af markaðsvirði Kauphallar Íslands sé hún sambærileg við kauphallir í Prag í Tékklandi og í Búdapest. Þegar samruninn gengur í gegn um áramótin verður hún hins vegar enn stærri.„Með samruna Kauphallar Íslands við markaði í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Helsinki og í Eystrasaltslöndunum verður til mjög stórt markaðssvæði,“ segir hann og bendir á að OMX samstæðan sé sjöunda stærsta kauphöllin í Evrópu og fimmta stærsta fyrirtæki álfunnar. Þar að auki sé OMX þriðja stærsta kauphöllin hvað snýr að rafrænum viðskiptum og stærsti markaður álfunnar sem sinnir fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni.Kauphöllin í Osló í Noregi hefur fram til þessa verið eina kauphöllin á Norðurlöndum sem heyrir ekki undir samstæðu OMX. Kauphöll Íslands keypti hins vegar 0,3 prósenta hlut í norsku kauphöllinni í janúar síðastliðnum og fylgir eignarhluturinn með í kaupum OMX. Þá keypti OMX aukinheldur 10 prósenta hlut í kauphöllinni í Osló í síðasta mánuði.Ruuska sagði OMX líta á kaupin sem góðan fjárfestingakost og horfi hann til þess að OMX og kauphöllin í Noregi vinni náið saman í framtíðinni. Hvað nákvæmlega felist í þessari auknu samvinnu sagði Ruuska hins vegar lítið.möguleikar fyrir íslensk fyrirtækiRuuska segir mikinn vöxt einkenna íslensk fyrirtæki, ekki síst utan landsteina. Sérstaklega sé þetta eftirtektarvert hvað íslensku bankana snerti en þeir hafi gert Norðurlöndin að heimamarkaði sínum, að sögn Ruuska sem enn fremur bendir á að með sameiningu Kauphallarinnar við OMX verði íslensk fyrirtæki sýnilegri á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum auk þess sem landnám þeirra í útrás verði auðveldara þar sem fjármagnskostnaður verður lægri en ella.Sömu sögu er að segja af útrás fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllina til annarra Evrópulanda utan Norðurlandanna. OMX sé með stærstu kauphöllum heims og því verði þau fyrirtæki sem skráð eru í kauphallarsamstæðuna sýnilegri úti í hinum stóra heimi en ef þau væru einungis skráð í kauphöllina hér á landi. Með samrunanum opnast íslenskum fyrirtækjum því talsvert meiri möguleikar á alþjóðavísu en áður, að mati Ruuska, sem bætir við að með sýnileikanum opnist íslenskum fyrirtækjum auk þess nýjar gáttir að auknu fjármagni.En möguleikarnir opnast ekki aðeins fyrir fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll Íslands því fjárfestar fá sömuleiðis aukin tækifæri til að ávaxta pund sitt. „Norræna kauphöllin veitir fjárfestum marga möguleika. Þeir munu eiga auðveldara með að fylgjast með straumum á norræna markaðnum og geta valið úr fleiri fyrirtækjum sem skráð eru á markaðnum,“ segir hann.norrænir fjárfestar á heimamarkaðiSumir óttast þennan sýnileika íslenskra fyrirtækja á erlendum vettvangi. Gæti jafnvel farið svo að með samruna Kauphallar Íslands og OMX verði íslensk fyrirtæki það sýnileg að þau gætu orðið erlendum yfirtökufjárfestum að bráð?Jukka Ruuska segir svo ekki vera. Þvert á móti skili stór markaður á borð við OMX sér í lægri kostnaði fyrir skráð fyrirtæki og minna álagi sem hafi í för með sér að fyrirtækin styrkist fyrir vikið. „Svo horfa æ fleiri fjárfestar á Norðurlöndunum til fyrirtækja sem skráð eru í OMX. Það þýðir að fjárfestingar aukast í fyrirtækjum sem skráð eru á Norðurlöndunum,“ segir Ruuska.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira