Bush skiptir um gír 10. nóvember 2006 03:00 Morgunverður í Hvíta húsinu. Bush forseti bauð í gærmorgun helstu leiðtogum repúblikana í morgunverð hjá sér í Hvíta húsinu til þess að fara yfir stöðu mála, nú þegar repúblikanar hafa tapað þingmeirihluta sínum. Síðar um daginn snæddi Bush kvöldverð með Nancy Pelosi. MYND/AP Síðustu tvö árin sem eftir eru af forsetatíð George W. Bush þarf hann að starfa í náinni samvinnu við Demókrataflokkinn. Þetta verða mikil umskipti, því undanfarin sex ár hefur hann nánast aldrei sýnt nokkurn minnsta samstarfsvilja við demókrata í neinum málum. Hann hefur farið hörðum orðum um Nancy Pelosi, sem verður leiðtogi demókrata á þinginu næstu tvö árin, og hún hefur ekki sparað stóru orðin um forsetann heldur, þannig að mörgum þykir forvitnilegt að sjá hvernig samstarf þeirra verður. Bæði hafa þau samt sýnt ótvíræðan sáttavilja eftir kosningarnar, enda er mikið í húfi hjá báðum. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir engu líkara en Bush hafi fundið til léttis eftir að hafa tapað þingmeirihlutanum, "eins og úrslitin hafi gert honum kleift að hætta að láta eins og allt sé í besta lagi, sem æ meir var farið að stangast á við hinn pólitíska raunveruleika." Ekki þykja miklar líkur á því að hann komi þeim stefnumálum sínum, sem honum sjálfum eru kærust, í gegnum þingið, svo sem varanlegri skattalækkun. Þegar við bætist að demókratar ætla sér að láta nefndir þingsins fara vandlega ofan í saumana á flestu því sem úrskeiðis hefur farið í stríðsrekstrinum í Írak, auk þess sem grafið verður upp hvernig farið hefur verið með fangana í Guantanamo og víðar um heim í leynilegum fangelsum CIA, þá má búast við að forsetinn eigi tvö býsna erfið ár í vændum. Demókratar hafa hins vegar líka miklu að tapa, því þeir gætu sem hægast misst þingmeirihlutann aftur eftir tvö ár ef kjósendur fá það á tilfinninguna að þeir ætli bara að vera til trafala en komi engum góðum málum í framkvæmd. Framferði þeirra á þinginu mun líka hafa veruleg áhrif á það hvernig væntanlegum forsetaframbjóðanda flokksins vegnar í forsetakosningunum árið 2008. Erlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Síðustu tvö árin sem eftir eru af forsetatíð George W. Bush þarf hann að starfa í náinni samvinnu við Demókrataflokkinn. Þetta verða mikil umskipti, því undanfarin sex ár hefur hann nánast aldrei sýnt nokkurn minnsta samstarfsvilja við demókrata í neinum málum. Hann hefur farið hörðum orðum um Nancy Pelosi, sem verður leiðtogi demókrata á þinginu næstu tvö árin, og hún hefur ekki sparað stóru orðin um forsetann heldur, þannig að mörgum þykir forvitnilegt að sjá hvernig samstarf þeirra verður. Bæði hafa þau samt sýnt ótvíræðan sáttavilja eftir kosningarnar, enda er mikið í húfi hjá báðum. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir engu líkara en Bush hafi fundið til léttis eftir að hafa tapað þingmeirihlutanum, "eins og úrslitin hafi gert honum kleift að hætta að láta eins og allt sé í besta lagi, sem æ meir var farið að stangast á við hinn pólitíska raunveruleika." Ekki þykja miklar líkur á því að hann komi þeim stefnumálum sínum, sem honum sjálfum eru kærust, í gegnum þingið, svo sem varanlegri skattalækkun. Þegar við bætist að demókratar ætla sér að láta nefndir þingsins fara vandlega ofan í saumana á flestu því sem úrskeiðis hefur farið í stríðsrekstrinum í Írak, auk þess sem grafið verður upp hvernig farið hefur verið með fangana í Guantanamo og víðar um heim í leynilegum fangelsum CIA, þá má búast við að forsetinn eigi tvö býsna erfið ár í vændum. Demókratar hafa hins vegar líka miklu að tapa, því þeir gætu sem hægast misst þingmeirihlutann aftur eftir tvö ár ef kjósendur fá það á tilfinninguna að þeir ætli bara að vera til trafala en komi engum góðum málum í framkvæmd. Framferði þeirra á þinginu mun líka hafa veruleg áhrif á það hvernig væntanlegum forsetaframbjóðanda flokksins vegnar í forsetakosningunum árið 2008.
Erlent Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira