Rumsfeld hverfur úr embætti 10. nóvember 2006 03:45 Donald Rumsfeld situr í embætti þangað til nýkjörið þing hefur fallist á eftirmann hans. „Þetta byrjaði að þróast smám saman," sagði Tony Snow, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, í gær um brotthvarf hins umdeilda varnarmálaráðherra Donalds Rumsfeld. Snow hélt því fram að þeir Rumsfeld og Bush forseti hefðu ekki tekið þessa ákvörðun í neinni skyndingu þegar ljóst var að kjósendur hefðu hafnað stefnu þeirra í Írak, eins og margir hafa talið, heldur hafi ákvörðunin átt sér mun lengri aðdraganda. Rumsfeld er eini maðurinn sem tvisvar hefur gegnt embætti varnarmálaráðherra. Fyrst var það á árunum 1975 til 1977, þegar Gerald Ford var forseti, og þá var hann yngsti maður sem nokkru sinni hafði gegnt þessu embætti. Síðan tók hann aftur við því í ársbyrjun 2001 þegar George Bush var orðinn forseti, og er nú elsti maðurinn sem gegnt hefur þessu starfi. Rumsfeld hefur annars ekki látið aldurinn flækjast mikið fyrir sér. Þótt hann sé orðinn 74 þykir hann fullur orku og hefur til að mynda jafnan haft þann sið að standa við púlt á skrifstofu sinni í Pentagon-byggingunni, frekar en að sitja við skrifborð. Til marks um ósvífni hans, sem hefur farið í taugarnar á mörgum, jafnt samstarfsmönnum sem andstæðingum, má nefna stutta athugasemd sem hann skrifaði í desember árið 2002 á minnisblað bandaríska hersins um aðferðir, sem beita mátti við yfirheyrslur fanga í Guantanamo. Eftir að hafa undirritað skjalið, og þar með veitt heimild sína meðal annars til að láta fangana standa í „álagsstöðu" í allt að fjóra tíma, skrifaði Rumsfeld: „Hins vegar stend ég sjálfur í 8 til 10 tíma á dag. Hvers vegna er staða takmörkuð við fjóra tíma?" Erlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
„Þetta byrjaði að þróast smám saman," sagði Tony Snow, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, í gær um brotthvarf hins umdeilda varnarmálaráðherra Donalds Rumsfeld. Snow hélt því fram að þeir Rumsfeld og Bush forseti hefðu ekki tekið þessa ákvörðun í neinni skyndingu þegar ljóst var að kjósendur hefðu hafnað stefnu þeirra í Írak, eins og margir hafa talið, heldur hafi ákvörðunin átt sér mun lengri aðdraganda. Rumsfeld er eini maðurinn sem tvisvar hefur gegnt embætti varnarmálaráðherra. Fyrst var það á árunum 1975 til 1977, þegar Gerald Ford var forseti, og þá var hann yngsti maður sem nokkru sinni hafði gegnt þessu embætti. Síðan tók hann aftur við því í ársbyrjun 2001 þegar George Bush var orðinn forseti, og er nú elsti maðurinn sem gegnt hefur þessu starfi. Rumsfeld hefur annars ekki látið aldurinn flækjast mikið fyrir sér. Þótt hann sé orðinn 74 þykir hann fullur orku og hefur til að mynda jafnan haft þann sið að standa við púlt á skrifstofu sinni í Pentagon-byggingunni, frekar en að sitja við skrifborð. Til marks um ósvífni hans, sem hefur farið í taugarnar á mörgum, jafnt samstarfsmönnum sem andstæðingum, má nefna stutta athugasemd sem hann skrifaði í desember árið 2002 á minnisblað bandaríska hersins um aðferðir, sem beita mátti við yfirheyrslur fanga í Guantanamo. Eftir að hafa undirritað skjalið, og þar með veitt heimild sína meðal annars til að láta fangana standa í „álagsstöðu" í allt að fjóra tíma, skrifaði Rumsfeld: „Hins vegar stend ég sjálfur í 8 til 10 tíma á dag. Hvers vegna er staða takmörkuð við fjóra tíma?"
Erlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira