Viðskipti innlent

Stærsta raftækjaverslunin opnar um helgina

Einar Ólafur Speight „Við hjá MAX kappkostum að hafa glæsilegasta vöruúrvalið frá sem flestum framleiðendum,“ segir Einar Ólafur Speight, rekstrarstjóri MAX.
Einar Ólafur Speight „Við hjá MAX kappkostum að hafa glæsilegasta vöruúrvalið frá sem flestum framleiðendum,“ segir Einar Ólafur Speight, rekstrarstjóri MAX.

Stærsta raftækjaverslun landsins opnar í nýju verslunarhúsnæði við Kauptún 1 í Garðabæ klukkan ellefu árdegis núna á laugardaginn. Verslunin ber heitið MAX og lofa forsvarsmenn hennar miklu vöruúrvali og lágmarksverði sem ýta muni undir samkeppni á markaðnum. Á sama stað er ný verslun IKEA.

Við hönnun verslunarinnar voru meðal annars fengnir ítalskir hönnuðir til að skapa henni „áhugaverða umgjörð eftir nýjustu straumum“, líkt og segir í tilkynningu, þar sem einnig kemur fram að í versluninni verði sértilboð á vörum í tilefni af opnuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×