Viðskipti innlent

Umtalsverð veiking krónu

Krónan hefur veikst hátt á fjórða prósent undanfarna tvo daga. Hún veiktist um 1,9 prósent í fyrradag vegna óróa í kjölfar ítrekunar matsfyrirtækisins Fitch á að enn séu neikvæðar horfur fyrir lánshæfismat ríkissjóðs, þótt lánshæfiseinkunnir ríkisins hafi verið staðfestar. Veikingin gekk örlítið til baka í gærmorgun en tók svo snarpa dýfu aftur og hafði um þrjú leytið í gærdag veikst um rúm tvö prósent.

Sögur voru á kreiki í gær um stóran gjaldeyrissamning sem hefði ýtt veikingu krónunnar af stað. Birti fréttastofa Reuters meðal annars fréttir þess efnis og tengdi það stórum samningi sem Fons eignarhaldsfélag var að ganga frá. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefði sá samningur þó ekki nægt til þess að veikja gengið að svo miklu leyti sem raun bar vitni, nema af því að ekki var samsvarandi kaupáhugi fyrir krónu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×