Viðskipti innlent

TM selur nýtt hlutafé

Tryggingamiðstöðin Hlutabréf seldust fyrir 5,1 milljarð króna í forgangsréttarútboði Tryggingamiðstöðvarinnar vegna kaupa á hlutum í norska félaginu Nemi Forsikring ASA.
Markaðurinn/E.Ól.
Tryggingamiðstöðin Hlutabréf seldust fyrir 5,1 milljarð króna í forgangsréttarútboði Tryggingamiðstöðvarinnar vegna kaupa á hlutum í norska félaginu Nemi Forsikring ASA. Markaðurinn/E.Ól. MYND/E.ól

Forgangsréttarútboði Trygginga-miðstöðvarinnar (TM) lauk á mánudag en rúmlega 134,6 milljón hlutir seldust fyrir rúman 5,1 milljarð króna.

Samþykkt var að veita stjórn TM undir lok september heimild til að hækka hlutafé í félaginu um rúma 186,5 milljón hluti til að styrkja eiginfjárstöðu TM vegna kaupa á hlutum í norska tryggingafélaginu NEMI.

Stjórn TM ákvað að hækka hlutafé um tæp 16,9 prósent og verða heildarhlutir eftir það tæplega 1,1 milljarður talsins. Hver hlutur er ein króna að nafnverði.

Fyrirtækjaráðgjöf Glitnis banka hf. hefur umsjón með útboðinu og hefur sölutryggt sölu allra hluta.

Almennt hlutafjárútboð hófst í gærmorgun og lýkur í dag en lágmarksáskrift er fimm milljónir króna að markaðsvirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×