Viðskipti innlent

Gera dómssátt

Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME

Fjármálaeftirlitið hefur gert dómssátt í máli sem það höfðaði til ógildingar á úrskurði Kærunefndar. Varðaði það mál niðurstöðu Kærunefndar um að útgefanda bæri ekki að tilkynna viðskipti með eigin bréf til birtingar í Kauphöll eins og kveður á um í lögum um verðbréfaviðskipti.

Fjármálaeftirlitið taldi niðurstöðu Kærunefndar ekki standast lög og leitaði því til dómstóla. Þar varð það sameiginlegur skilningur málsaðila að úrskurðurinn væri byggður á röngum lagaforsendum og var málinu því lokið með dómssátt þar sem fallist var á dómskröfu FME um ógildingu úrskurðar Kærunefndar.

„Þessi niðurstaða er afar mikilvæg fyrir gegnsæi og heilbrigði markaðarins og þess vegna ber að fagna því að þessum undarlega úrskurði Kærunefndar hafi verið hnekkt og hann standi ekki sem fordæmi,“ er haft eftir Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra FME, í fréttatilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×