Tónlist

Bætt við tónleikum

john lennon
Bítillinn fyrrverandi John Lennon samdi mörg falleg lög á ferli sínum.
john lennon Bítillinn fyrrverandi John Lennon samdi mörg falleg lög á ferli sínum.

Uppselt er á tónleika til minningar um John Lennon sem verða haldnir í Háskólabíói hinn 1. desember. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda tvenna tónleika til viðbótar dagana 2. og 3. desember.

Að sögn Sigurðar Kaiser, skipuleggjanda tónleikanna, kom eftirspurnin skemmtilega á óvart. Bætti hann því við að allir tónlistarmennirnir hefðu verið tilbúnir í að spila aftur og því hafi eftirleikurinn verið auðveldur.

Á tónleikunum verða flutt lög eftir Lennon sem hafa verið sérstaklega útsett fyrir sinfóníuhljómsveit og rokkhljómsveit af þessu tilefni. Miðasala fer fram á midi.is og er miðaverð 6.500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.