Tónlist

17 smáskífulög og 23 myndbönd

depeche mode Hljómsveitin Depeche Mode hefur gefið út nýja safnplötu.
depeche mode Hljómsveitin Depeche Mode hefur gefið út nýja safnplötu.

Hljómsveitin Depeche Mode hefur gefið út safnplötuna The Best Of Depeche Mode: Volume 1. Platan hefur að geyma 17 smáskífulög sveitarinnar sem flest hver hafa notið mikilla vinsælda undanfarin 25 ár.

Á meðal laga á plötunni eru Personal Jesus, Just Can"t Get Enough, Everything Counts, Enjoy The Silence og nýjasta smáskífulagið, Martyr.

Lögin eru tekin af ellefu hljóðversplötum Depeche Mode sem voru teknar upp á árunum 1981 til 2005.

Með plötunni fylgir í takmörkuðu upplagi DVD-mynddiskur með 23 tónlistarmyndböndum með hljómsveitinni, meðal annars með lögum sem eru ekki á safnplötunni. Má þar nefna Stripped, A Question of Time, Barrel of A Gun, Only When I Lose Myself og I Feel Loved. Einnig er þar hálftíma löng stuttmynd um sveitina.

Plata Depeche Mode frá síðasta ári, Playing the Angel, hefur selst í þremur milljónum eintaka. Komst hún í toppsæti vinsældalista í átján löndum. Á þessu ári hefur hljómsveitin spilað fyrir framan 2,5 milljónir áhorfenda í 31 landi á Playing the Angel-tónleikaferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.