Viðskipti innlent

Ná ekki væntingum

Uppgjör Icelandic Group fyrir þriðja ársfjórðung var undir væntingum stjórnenda félagsins, þótt ýmsar aðgerðir sem gripið hefur verið til séu að byrja að bera árangur. Hagnaður nam 84 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi en hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) 1.202 milljónum króna. Fimmtán prósenta aukning varð á sölu miðað við þriðja ársfjórðung í fyrra og nam hún 32,6 milljörðum króna. Heildareignir félagsins í lok september námu 83 milljörðum króna. Eigið fé nam 17,3 milljörðum króna og er eiginfjárhlutfallið 20,9 prósent samanborið við 16,9 prósent í ársbyrjun. Stafar aukning eigin fjár af því að fyrirtækjakaup ársins hafa verið fjármögnuð með nýju eigin fé.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×