Vilja aukið viðskiptafrelsi 20. nóvember 2006 06:15 George Bush Bandaríkjaforseti og Laura, eiginkona hans, heilsa forseta Víetnam, Nguyen Minh Triet, og konu hans, Tran Thi Kim Chi, við komuna til fundarins í Hanoi. MYND/AP Kjarnorkudeilan við Norður-Kóreu og endurlífgun alþjóðlegra viðræðna um alþjóðaviðskipti og tolla voru meðal umfjöllunarefna leiðtoga efnahagsbandalags Kyrrahafsríkja, APEC, um helgina. Fundurinn var haldinn í Víetnam. Svokallaðar Doha-viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar liðuðust í sundur í sumar og aðildarríki APEC, 21 talsins, vilja ráða bót á því. „Við erum tilbúin að stöðva þráteflið," sagði í yfirlýsingu frá leiðtogum ríkjanna. „Það felur í sér að skera niður landbúnaðarstyrki sem skaða samkeppnisstöðu í viðskiptum, stuðla að betra aðgengi landbúnaðarvöru að mörkuðum, lækka tolla á iðnaðarvörum og styðja viðskipti með þjónustu með tilliti til hagsmuna aðildarríkjanna." Þrátt fyrir áherslur á alþjóðaviðskipti tröllriðu umræður um Norður-Kóreu fundinum, en ríkið er ekki aðili að APEC. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, benti á Víetnam sem góða fyrirmynd fyrir önnur ríki heimshlutans. „Ef leiðtogar Norður-Kóreu og Myanmar fylgdu fordæmi Víetnam, mundi það opna nýja braut friðar og tækifæra," sagði Rice. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að heimurinn þyrfti að nálgast kjarnorkudeiluna afar varlega, en af festu. George Bush Bandaríkjaforseti fagnaði afstöðu Shinzo Abe, nýs forsætisráðherra Japans, sem hefur fylgt Bandaríkjunum að máli í deilunni við stjórnvöld Norður-Kóreu, en kjarnorkutilraun þeirra hinn 9. október vakti óhug á heimsvísu. „Við viljum að leiðtogar Norður-Kóreu heyri að ef þeir stöðva kjarnorkuáætlanir sínar erum við tilbúin að hefja viðræður við þá um öryggismál og stuðla að nýjum efnahagsaðgerðum í þágu íbúa landsins," sagði Bush eftir stundarlangan fund með Roh Moo-hyun, forseta Suður-Kóreu. Stjórnvöld Suður-Kóreu hafa ekki verið reiðubúin að styðja aðgerðir gegn Norður-Kóreu að fullu, en studdu þó ályktun Sameinuðu þjóðanna gegn mannréttindabrotum kommúnistastjórnarinnar í Pyongyang. „Stjórnvöld í Suður-Kóreu eru ábyrg fyrir afleiðingum þessa glæps, að hindra samskipti Kóreuríkjanna," sagði í tillkynningu frá talsmanni Norður-Kóreustjórnar í kjölfar ályktunarinnar. Erlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Kjarnorkudeilan við Norður-Kóreu og endurlífgun alþjóðlegra viðræðna um alþjóðaviðskipti og tolla voru meðal umfjöllunarefna leiðtoga efnahagsbandalags Kyrrahafsríkja, APEC, um helgina. Fundurinn var haldinn í Víetnam. Svokallaðar Doha-viðræður Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar liðuðust í sundur í sumar og aðildarríki APEC, 21 talsins, vilja ráða bót á því. „Við erum tilbúin að stöðva þráteflið," sagði í yfirlýsingu frá leiðtogum ríkjanna. „Það felur í sér að skera niður landbúnaðarstyrki sem skaða samkeppnisstöðu í viðskiptum, stuðla að betra aðgengi landbúnaðarvöru að mörkuðum, lækka tolla á iðnaðarvörum og styðja viðskipti með þjónustu með tilliti til hagsmuna aðildarríkjanna." Þrátt fyrir áherslur á alþjóðaviðskipti tröllriðu umræður um Norður-Kóreu fundinum, en ríkið er ekki aðili að APEC. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, benti á Víetnam sem góða fyrirmynd fyrir önnur ríki heimshlutans. „Ef leiðtogar Norður-Kóreu og Myanmar fylgdu fordæmi Víetnam, mundi það opna nýja braut friðar og tækifæra," sagði Rice. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að heimurinn þyrfti að nálgast kjarnorkudeiluna afar varlega, en af festu. George Bush Bandaríkjaforseti fagnaði afstöðu Shinzo Abe, nýs forsætisráðherra Japans, sem hefur fylgt Bandaríkjunum að máli í deilunni við stjórnvöld Norður-Kóreu, en kjarnorkutilraun þeirra hinn 9. október vakti óhug á heimsvísu. „Við viljum að leiðtogar Norður-Kóreu heyri að ef þeir stöðva kjarnorkuáætlanir sínar erum við tilbúin að hefja viðræður við þá um öryggismál og stuðla að nýjum efnahagsaðgerðum í þágu íbúa landsins," sagði Bush eftir stundarlangan fund með Roh Moo-hyun, forseta Suður-Kóreu. Stjórnvöld Suður-Kóreu hafa ekki verið reiðubúin að styðja aðgerðir gegn Norður-Kóreu að fullu, en studdu þó ályktun Sameinuðu þjóðanna gegn mannréttindabrotum kommúnistastjórnarinnar í Pyongyang. „Stjórnvöld í Suður-Kóreu eru ábyrg fyrir afleiðingum þessa glæps, að hindra samskipti Kóreuríkjanna," sagði í tillkynningu frá talsmanni Norður-Kóreustjórnar í kjölfar ályktunarinnar.
Erlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira