
og það hvernig mörgum af stærstu nöfnum breskra verslunargata er af Baugsmönnum stjórnað frá Reykjavík. Jákvæðari tónn en víða annars staðarVið lestur greinarinnar er áberandi að tónninn er jákvæðari en í mörgum greinum frænda okkar Dana upp á síðkastið. Knattspyrnumennirnir Eiður Smári Guðjónssen og Hermann Hreiðarsson eru sagðir hafa sýnt Bretum að Íslendingar kunni sitt hvað fyrir sér í fótbolta. „Íspoppinnrásin" í kringum 1990, með Sykurmolana fremsta í fylkingu, er í greininni sögð ógleymanleg og Magnúsi Scheving þakkað að hafa einn síns liðs leyst offituvandamál íslenskra barna í gervi Íþróttaálfsins frá Latabæ. Þá er rætt um sýningu Ólafs Elíassonar í Tate-listasafninu sem dró að heilu hópana af breskum veður- og listaáhugamönnum sem „störðu lotningarfullir á áhrif sólarinnar og mistursins sem hann skapaði".