Erlent

Þjóðarsorg eftir lát 23 manna

Aðstandendur verkamannanna og aðrir íbúar Ruda Slaska báðust fyrir og kveiktu á sorgarkertum.
Aðstandendur verkamannanna og aðrir íbúar Ruda Slaska báðust fyrir og kveiktu á sorgarkertum. MYND/AP

Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Póllandi í gær, eftir að 23 námuverkamenn létu lífið í mannskæðasta námuslysi í landinu í nærri þrjá áratugi.

Eftir björgunaraðgerðir sem stóðu yfir í 38 tíma fundust loks í gær 15 menn sem saknað var eftir að gassprenging varð á 1.000 metra dýpi í Halemba-námunni í Ruda í Slésíu á þriðjudagskvöld. Fyrir var vitað að átta manns hefðu farist strax og sprengingin varð. Rannsókn var þegar hafin á tildrögum slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×