Erlent

Sjö tugir fangelsaðir í Kanada

Kanadíska lögreglan handtók 69 manns á miðvikudag, grunaða um aðild að stórfelldri glæpastarfsemi.
Kanadíska lögreglan handtók 69 manns á miðvikudag, grunaða um aðild að stórfelldri glæpastarfsemi. MYND/AP

Lögreglan í Montreal í Kanada handtók sextíu og níu manns á miðvikudag, segir á fréttavef kandadíska ríkisútvarpsins CBC, í gær.

Alls tóku yfir 700 lögreglumenn þátt í aðgerðunum sem beint var gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Montreal og nágrenni.

Einn þeirra sem handtekinn var, hinn 82 ára gamli Nicolo Rizzuto, er grunaður um að vera svokallaður „guðfaðir“ kanadísku mafíunnar.

Rannsókn málsins hófst fyrir tveimur árum. Gert er ráð fyrir að um 1.300 ákærur verði birtar mönnunum á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×