Erlent

Hætta á þrem borgarastríðum

Abdullah II Tekur á móti Bush í vikunni.
Abdullah II Tekur á móti Bush í vikunni. MYND/AP

 Abdullah II Jórdaníukonungur sagði um helgina hættu á því að borgarastyrjaldir brjótist út í þremur ríkjum Mið-Austurlanda á næsta ári, og nefnir þar Írak, Líbanon og Palestínu.

Á morgun kemur George W. Bush Bandaríkjaforseti í tveggja daga heimsókn til Jórdaníu þar sem hann ætlar að hitta að máli Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks.

Talsmaður Abdullah segir að konungurinn ætli að leggja mikla áherslu á það við Bush að leitað verði lausna á málefnum Palestínumanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×