Menning

Salka í Kjallaranum

Kristín Ómarsdóttir rithöfundur 
Gefur út sína fimmtu ljóðabók sem að þessu sinni inniheldur ilmandi jólaljóð.
Kristín Ómarsdóttir rithöfundur Gefur út sína fimmtu ljóðabók sem að þessu sinni inniheldur ilmandi jólaljóð.

Höfundar, þýðendur og aðrir Sölku-liðar fagna skemmtilegu og gjöfulu útgáfuári í Þjóðleikhús-kjallaranum í kvöld kl. 20.

Margir munu lesa upp úr hugverkum sínum og þýðingum en meðal þeirra eru Kristín Ómarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Sigurður A. Magnússon, Valgeir Skagfjörð og Súsanna Svavarsdóttir. Sumir upplestrar verða með óhefðbundnu sniði og einnig verður boðið upp á tónlistaratriði. Það er margt spennandi á döfinni hjá Sölku og Hildur Hermóðsdóttir, útgefandi, mun ljóstra upp nokkrum leyndarmálum varðandi næsta ár. Kynnir er Vala Þórsdóttir leikkona.

Verk Sölkuhöfunda og þýðenda munu án efa örva hugmyndaflugið og vekja hlýju og samkennd sem fylgir hlustendum út í vetrarnóttina. Bókaormar og aðrir ormar eru hjartanlega velkomnir í Þjóðleikhúskjallarann meðan húsrúm leyfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×