Erlent

Barátta gegn þeim vanrækt

Flest ríki Evrópusambandsins sinna lítt baráttu gegn kynþáttafordómum og mismunun, sérstaklega þegar kemur að sviðum atvinnu, húsnæðis og menntun, kom fram í nýrri skýrslu ESB í gær.

Fæst löndin hafa sent upplýsingar um tíðni afbrota sem byggjast á kynþáttafordómum, sem erfiðar starf nefndar ESB sem sinna á baráttunni gegn kynþáttafordómum. Er þetta oft vegna þess að löndin hafa einfaldlega ekki „upplýsingar sem mæla áhrifin sem félagslegar og fjárhagslegar stefnur hafa“ á þau svæði þar sem minnihlutahópar búa, sagði Beate Winkler, sem fer fyrir áðurnefndri nefnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×