Erlent

50 til 80 prósent skeyta eru rusl

 Á bilinu 50 til 80 prósent allra skeyta sem hlaðast inn í tölvupósthólf Evrópumanna eru ruslpóstur. Frá þessu greindi Viviane Reding, sem fer með fjarskipta- og fjölmiðlamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, á blaðamannafundi um hertar aðgerðir ESB gegn ruslpóstsplágunni, í Brussel fyrir skömmu.

Reding gagnrýndi að aðeins tvö aðildarríki ESB, Finnland og Holland, hafi hingað til komist vel áleiðis með að hrinda í framkvæmd ákvæðum ESB-löggjafar frá árinu 2002, sem samin var til höfuðs ruslpóstsplágunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×