Erlent

Lítið magn e-taflnaveldur skemmdum

Ný hollensk rannsókn bendir til þess að e-töflunotkun í litlu magni hafi slæm áhrif á heilann.
Ný hollensk rannsókn bendir til þess að e-töflunotkun í litlu magni hafi slæm áhrif á heilann.

Lítið magn af e-töflum þarf til þess að valda heilaskemmdum hjá fólki sem aldrei hefur tekið lyfið áður, segir í nýrri rannsókn sem Háskólinn í Amsterdam lét gera og fréttavefur BBC skýrir frá.

Vísindamenn skólans létu taka heilaskann og minnispróf hjá 188 manns sem aldrei höfðu notað eiturlyfið, en voru taldir í áhættuhópi.

Átján mánuðum síðar voru prófin endurtekin. Þá höfðu 59 þeirra tekið að meðaltali sex e-töflur hver, og uppgötvuðu vísindamennirnir þá að hjá þeim öllum komu fram skýr merki um minnkað blóðflæði til heilans og minnistap.

Lengi hefur verið ljóst að langtímanotkun á e-töflum hefur slæm áhrif á heilann, en þetta er í fyrsta sinn sem svo lítil notkun á eiturlyfinu er mæld.

„Við vitum ekki hvort þessi áhrif eru tímabundin eða varanleg,“ sagði Maartje de Win, sem fór fyrir rannsókninni og bætti við að frekari rannsóknir væru nauðsynlegar.

„Við vitum að langtímanotkun hefur langvarandi áhrif, svo það er líklegt að skemmdirnar byrji um leið og fólk hefur notkun á eiturlyfinu,“ sagði Fabrizio Schifano, prófessor við Hertfordshire-háskólann í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×