Flutti tíu farþega á hjólinu sínu 29. nóvember 2006 06:00 Allahabad Þarna reynir heldur betur á hjólreiðakappann sem tók að sér að flytja hvorki meira né minna en tíu farþega í þessari ferð, móður og níu börn hennar, í gærmorgun. MYND/AP Víða í Asíu er algengt að fólk ferðist styttri vegalengdir með þríhjólavögnum, svonefnum rikshaw. Þessi ferðamáti hefur að mestu tekið við af handvögnum sem hlaupa þurfti með á tveimur jafnfljótum. Myndin hér á síðunni er tekin snemma í gærmorgun í borginni Allahabad norðan til á Indlandi, í ríkinu Uttar Pradesh. Íbúar í Uttar Pradesh eru 175 milljónir, nærri fimmtungur allra íbúa Indlands og er fjölmennasta ríki Indlands. Uttar Pradesh er einnig fjölmennasta stjórnareining innan ríkis í heiminum. Enski rithöfundurinn Rudyard Kipling bjó um tíma í Allahabad og borgin er reyndar frægust á Indlandi fyrir fjölmarga virta indverska rithöfunda sem þaðan eru – þótt þeir séu kannski lítt þekktir á Vesturlöndum. Rúmlega milljón íbúar eru í Allahabad, en nafn borgarinnar þýðir „staður guðs“. Það var keisarinn Akbar sem gaf borginni nafn árið 1583, og hafði þá reyndar í huga guð þeirra trúarbragða sem hann hafði sjálfur stofnað. Frekar kalt var í Allahabad í gærmorgun. Vetur er að skella þar á um þessar mundir. Ekki er vitað á hvaða ferð þessi níu barna móðir var í gær þegar myndin var tekin, en víst er að knapi hjólhestsins þurfti að hafa sig allan við þegar hann steig pedalana. Erlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Víða í Asíu er algengt að fólk ferðist styttri vegalengdir með þríhjólavögnum, svonefnum rikshaw. Þessi ferðamáti hefur að mestu tekið við af handvögnum sem hlaupa þurfti með á tveimur jafnfljótum. Myndin hér á síðunni er tekin snemma í gærmorgun í borginni Allahabad norðan til á Indlandi, í ríkinu Uttar Pradesh. Íbúar í Uttar Pradesh eru 175 milljónir, nærri fimmtungur allra íbúa Indlands og er fjölmennasta ríki Indlands. Uttar Pradesh er einnig fjölmennasta stjórnareining innan ríkis í heiminum. Enski rithöfundurinn Rudyard Kipling bjó um tíma í Allahabad og borgin er reyndar frægust á Indlandi fyrir fjölmarga virta indverska rithöfunda sem þaðan eru – þótt þeir séu kannski lítt þekktir á Vesturlöndum. Rúmlega milljón íbúar eru í Allahabad, en nafn borgarinnar þýðir „staður guðs“. Það var keisarinn Akbar sem gaf borginni nafn árið 1583, og hafði þá reyndar í huga guð þeirra trúarbragða sem hann hafði sjálfur stofnað. Frekar kalt var í Allahabad í gærmorgun. Vetur er að skella þar á um þessar mundir. Ekki er vitað á hvaða ferð þessi níu barna móðir var í gær þegar myndin var tekin, en víst er að knapi hjólhestsins þurfti að hafa sig allan við þegar hann steig pedalana.
Erlent Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira