Erlent

Sextíu njósna í Bretlandi

 Allt að sextíu rússneskir njósnarar starfa nú í Bretlandi, kom fram í máli Chris Bryant, þingmanns verkalýðsflokksins, sem forsætisráðherrann Tony Blair stýrir.

„Ég tel að sjálfstæð ríki ættu að hafa áhyggjur af því þegar verulega margir njósnarar starfa í löndum þeirra,“ sagði Bryant á málþingi um tengslin milli Moskvu og Lundúna sem haldið var í Westminister Hall. Bryant sagði jafnframt að þessir njósnarar njósni nokkurn veginn óhindrað, því Bretar beini frekar sjónum sínum að mögulegri ógn frá öfgasinnuðum múslimum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×