Matsfyrirtækið Fitch Ratings birti í dag árlega skýrslu sína um íslenskt efnahagslíf. Fyrirtækið staðfesti óbreyttar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt AA- og AAA fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Horfur fyrir lánshæfismatið eru enn neikvæðar, að mati Fitch.
Ennfremur staðfesti Fitch Ratings einkunnin F1+ fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og landseinkunnin (e. country Ceiling ratings) AA.