KaSa í Ráðhúsinu 1. desember 2006 10:30 Kasa-Tónlistarhópurinn í björtu veðri við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Í dag kl. 17 geta borgarbúar sótt í Ráðhúsið sitt og hlustað á KaSa hópinn flytja ljúfa klassíska kammertónlist. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Poulenc, Villa-Lobos og Jón Nordal. Hljóðfæraleikararnir í þessari ágætu kammersveit eru Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. Dagskrána kalla þau „Klassísk Reykjavík“ og verður hún á óformlegum nótum með spjalli um tónskáldin og verkin til kynningar. Í lokin verður svo leikinn jólasálmur Mozarts, Í dag er glatt. KaSa-hópurinn var tilnefndur annar tveggja tónlistarhópa Reykjavíkurborgar 2006 og hefur af því tilefni komið fram á árinu á Vetrarhátíð, í Norræna húsinu og nú síðast á tónleikum þann 1. október síðastliðinn í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn við góðar undirtektir. Tónleikarnir sem helgaðir voru íslenskri kammertónlist í sögulegu samhengi voru hljóðritaðir og sendir út af danska ríkisútvarpinu, einnig stendur til að hljóðrita verkin á geisladisk til útgáfu á næsta ári. Enn fremur mun KaSa hópurinn flytja tónlistarkynningar í Menntaskólanum í Reykjavík, í Borgarholtsskóla og á hjúkrunarheimilinu Skjóli á næstunni. KaSa-tónlistarhópurinn hefur hlotið styrki til tónlistarverkefna frá eftirtöldum aðilum: Menntamálaráðuneytið/Tónlistarsjóður, viðskipta- og iðnaðarráðuneytið, Skandinavia-Japan Sasakawa sjóðurinn, Reykjavík-Loftbrú, Menningarsjóður Íslandsbanka & Sjóvár-Almennra, Tíbrá, Nýsköpunarsjóður tónlistar Musica Nova, Fitur, Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar, Minningarsjóður Margrétar Björg-ólfsdóttur, Þróunarsjóður Leikskóla, Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar og Tónskáldasjóður RÚV. Það er því í boði þessara aðila sem áhorfendur geta notið ljúfra tóna í Ráðhúsinu í dag. Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í dag kl. 17 geta borgarbúar sótt í Ráðhúsið sitt og hlustað á KaSa hópinn flytja ljúfa klassíska kammertónlist. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Poulenc, Villa-Lobos og Jón Nordal. Hljóðfæraleikararnir í þessari ágætu kammersveit eru Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari, Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Sigurgeir Agnarsson sellóleikari. Dagskrána kalla þau „Klassísk Reykjavík“ og verður hún á óformlegum nótum með spjalli um tónskáldin og verkin til kynningar. Í lokin verður svo leikinn jólasálmur Mozarts, Í dag er glatt. KaSa-hópurinn var tilnefndur annar tveggja tónlistarhópa Reykjavíkurborgar 2006 og hefur af því tilefni komið fram á árinu á Vetrarhátíð, í Norræna húsinu og nú síðast á tónleikum þann 1. október síðastliðinn í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn við góðar undirtektir. Tónleikarnir sem helgaðir voru íslenskri kammertónlist í sögulegu samhengi voru hljóðritaðir og sendir út af danska ríkisútvarpinu, einnig stendur til að hljóðrita verkin á geisladisk til útgáfu á næsta ári. Enn fremur mun KaSa hópurinn flytja tónlistarkynningar í Menntaskólanum í Reykjavík, í Borgarholtsskóla og á hjúkrunarheimilinu Skjóli á næstunni. KaSa-tónlistarhópurinn hefur hlotið styrki til tónlistarverkefna frá eftirtöldum aðilum: Menntamálaráðuneytið/Tónlistarsjóður, viðskipta- og iðnaðarráðuneytið, Skandinavia-Japan Sasakawa sjóðurinn, Reykjavík-Loftbrú, Menningarsjóður Íslandsbanka & Sjóvár-Almennra, Tíbrá, Nýsköpunarsjóður tónlistar Musica Nova, Fitur, Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar, Minningarsjóður Margrétar Björg-ólfsdóttur, Þróunarsjóður Leikskóla, Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar og Tónskáldasjóður RÚV. Það er því í boði þessara aðila sem áhorfendur geta notið ljúfra tóna í Ráðhúsinu í dag.
Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira