Menning

Málverkið uppgert

 Laufey Helgadóttir og Halldór Björn Runólfsson bregða á leik.
Laufey Helgadóttir og Halldór Björn Runólfsson bregða á leik. MYND/GVA

Yfirlitssýningunni Málverkið eftir 1980 lýkur í Listasafni Íslands í dag. Dr. Halldór Björn Runólfsson, listfræðingur og aðstoðarsýningarstjóri sýningarinnar, verður með leiðsögn um sýninguna kl. 14 og mun hann fjalla um þróunina í myndlist tímabilsins út frá verkum listamannanna sem eiga þar verk.

Með sýningunni er í fyrsta sinn gerð heildarúttekt á þróun málverksins á tímabilinu frá 1980 til dagsins í dag. Frá opnun sýningarinnar 7. október hafa listamenn og fræðimenn fjallað um sýninguna og fjölmargir tekið þátt í fræðsludagskránni á sunnudögum, til dæmis með leiðsögn og listamannaspjalli. Rúmlega 11.000 manns hafa gert sér ferð á sýninguna.

Sýningarsalir Listasafns Íslands verða því lokaðir frá 4.-14. desember vegna uppsetningar næstu sýningar, Frelsun litarins / Regard Fauve, sem opnar 15. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×