Miðasala á tónleika bandarísku rokksveitarinnar Incubus í Laugardalshöll 3. mars er hafin. Incub-us heldur á næsta ári í tónleikaferð um Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu til að fylgja eftir plötunni Light Grenades.
Í síðustu viku seldist upp á alla tónleika sveitarinnar í Norður-Ameríku á innan við einum sólarhring.
Incubus hefur verið í fararbroddi bandarísku rokksenunnar í yfir áratug og er oft nefnd í sömu andrá og hljómsveitir á borð við Deftones, Korn og Limp Bizkit.
Miðasalan fer fram í verslunum Skífunnar, BT á Egilsstöðum, Akureyri og Selfossi og á midi.is. Miðaverð er 4.500 krónur í stæði og 5.500 í sæti.