Víða opin hús í dag 16. desember 2006 11:00 Ólöf Björg í vinnustofunni í Dvergnum. Listamenn opna vinnustofur sínar víða um borgina þessa helgi. Myndlistarfólk er tekið að stunda það helgar fyrir hátíðir að opna vinnstofur sínar almenningi og bjóða verk til sölu, stór og smá, Stöllurnar Ólöf Björg, Svava K. Egilson og Alice Olivia Clarke reka sameiginlega vinnustofu í Hafnarfirðinum í húsinu Dverg sem er á Brekkugötu 2 við Lækjargötu í hjarta bæjarins. Þær verða með opna vinnustofu um helgina frá klukkan 14-18 bæði laugardag og sunnudag. Þær hafa komið víða við í þjálfun sinni, hafa stundað nám við Listaháskóla Íslands, Myndlistaskólann á Akureyri, Listaháskólann í Granada á Spáni og hjá meistara An Ho-Bum í Seoul í Suður-Kóreu svo nokkrir staðir séu nefndir. Eins og tíðkast með yngri myndlistarmönnum halda þær úti vefsíðum: www.olofbjorg.is, www.gallerygryla.nett.is og www.aok.is. Þar gefur að líta verk þeirra og yfirlit um feril þeirra fyrir áhugasama. En um helgina bjóða þær gestum og gangandi til fundar: allir eru hjartanlega velkomnir í notalegheit, fallega myndlist og veitingar sem gefa yl í takt við stemningu jólanna. Helga Unnars leirlistakona mun standa fyrir opnu húsi í dag frá kl. 10 til 22 á verkstæði sínu, Rangárseli 8, Reykjavík. Hún er einn kraftmesti söluaðili á fjöllistaverkinu „Ljóð í sjóð“. Hana langar að tileinka daginn disknum og bókinni. Lestur ljóða og eða flutningur laga verða á hverjum klukkutíma. Kl. 12.30 mun Mireya Samper afhenda gjöf sína til MND-félagsins. Kl. 16.30 mun MND-félagið færa Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun Kirkjunnar 200 stk. (600.000 króna virði) af listaverkinu „Ljóð í sjóð“ svo þau geti fært sínum skjólstæðingum það í jólagjöf. Þá er Samband íslenskra myndlistarmanna með aðstöðu sína galopna í gamla Landhelgisgæsluhúsini í Ánanaustum. Þar verður opnuð jólasala og sýning á listmunum en fjöldi listamanna sem hafa vinnustofur í Vinnustofusetri SÍM leggja í púkkið. Verður þar opið laugardag og sunnudaginn frá kl. 14 til 18. Einnig verða einstakar vinnustofur opnar fyrir gesti. Boðið veður upp á óáfengt jólaglögg og piparkökur báða dagana. Á sama stað og á sama tíma opnar Dragan Vojvodic, listamaður frá Serbíu, sýninguna „Dental Art“ eða Tennur í sýningarsalnum á Seljavegi 32. Sýningin er hluti af Serbneskum menningardögum á Íslandi. Dragan Vojvodic er sem stendur gestalistamaður í SÍM- húsinu í Hafnarstræti 16. Dragan vinnur þessa sýningu út frá ljósmyndum af tönnum ungra menntaskólanemenda. Styrktaraðilar Serbneskra menningardaga á Íslandi september-desember 2006 er Actavis og Icelandair. Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Myndlistarfólk er tekið að stunda það helgar fyrir hátíðir að opna vinnstofur sínar almenningi og bjóða verk til sölu, stór og smá, Stöllurnar Ólöf Björg, Svava K. Egilson og Alice Olivia Clarke reka sameiginlega vinnustofu í Hafnarfirðinum í húsinu Dverg sem er á Brekkugötu 2 við Lækjargötu í hjarta bæjarins. Þær verða með opna vinnustofu um helgina frá klukkan 14-18 bæði laugardag og sunnudag. Þær hafa komið víða við í þjálfun sinni, hafa stundað nám við Listaháskóla Íslands, Myndlistaskólann á Akureyri, Listaháskólann í Granada á Spáni og hjá meistara An Ho-Bum í Seoul í Suður-Kóreu svo nokkrir staðir séu nefndir. Eins og tíðkast með yngri myndlistarmönnum halda þær úti vefsíðum: www.olofbjorg.is, www.gallerygryla.nett.is og www.aok.is. Þar gefur að líta verk þeirra og yfirlit um feril þeirra fyrir áhugasama. En um helgina bjóða þær gestum og gangandi til fundar: allir eru hjartanlega velkomnir í notalegheit, fallega myndlist og veitingar sem gefa yl í takt við stemningu jólanna. Helga Unnars leirlistakona mun standa fyrir opnu húsi í dag frá kl. 10 til 22 á verkstæði sínu, Rangárseli 8, Reykjavík. Hún er einn kraftmesti söluaðili á fjöllistaverkinu „Ljóð í sjóð“. Hana langar að tileinka daginn disknum og bókinni. Lestur ljóða og eða flutningur laga verða á hverjum klukkutíma. Kl. 12.30 mun Mireya Samper afhenda gjöf sína til MND-félagsins. Kl. 16.30 mun MND-félagið færa Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun Kirkjunnar 200 stk. (600.000 króna virði) af listaverkinu „Ljóð í sjóð“ svo þau geti fært sínum skjólstæðingum það í jólagjöf. Þá er Samband íslenskra myndlistarmanna með aðstöðu sína galopna í gamla Landhelgisgæsluhúsini í Ánanaustum. Þar verður opnuð jólasala og sýning á listmunum en fjöldi listamanna sem hafa vinnustofur í Vinnustofusetri SÍM leggja í púkkið. Verður þar opið laugardag og sunnudaginn frá kl. 14 til 18. Einnig verða einstakar vinnustofur opnar fyrir gesti. Boðið veður upp á óáfengt jólaglögg og piparkökur báða dagana. Á sama stað og á sama tíma opnar Dragan Vojvodic, listamaður frá Serbíu, sýninguna „Dental Art“ eða Tennur í sýningarsalnum á Seljavegi 32. Sýningin er hluti af Serbneskum menningardögum á Íslandi. Dragan Vojvodic er sem stendur gestalistamaður í SÍM- húsinu í Hafnarstræti 16. Dragan vinnur þessa sýningu út frá ljósmyndum af tönnum ungra menntaskólanemenda. Styrktaraðilar Serbneskra menningardaga á Íslandi september-desember 2006 er Actavis og Icelandair.
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira