Stökkpallurinn sem hrundi 28. desember 2006 06:30 Tíu milljarða fjárfesting sem skilaði Dagsbrún miklu tapi á skömmum tíma. Kaup Dagsbrúnar á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands, voru oftast nefnd sem verstu viðskiptin á þessu ári. Wyndeham átti stóran þátt í falli Dagsbrúnar og uppstokkun hennar í tvö félög. Þessi tíu milljarða fjárfesting á vordögum var fjármögnuð með lánum sem tóku ansi hraustlega í á tímum mikils fjármagnskostnaðar. Aðeins hálfu ári eftir að Wyndeham var afskráð úr Kauphöllinni í Lundúnum höfðu stjórnendur Dagsbrúnar afskrifað einn og hálfan milljarð af kaupverðinu á einu bretti og sett félagið í sölumeðferð. Nú hefur meirihluti hlutafjár í Daybreak, móðurfélagi Wyndeham, skipt um hendur sem léttir skuldabyrði 365, sem fékk Daybreak í arf, um átta milljarða króna. Fyrir utan þau neikvæðu áhrif sem kaupin höfðu á efnahag Dagsbrúnar þá stóðust upphaflegar áætlanir engan veginn vegna harðnandi samkeppni og samþjöppunar fyrirtækja á sama geira. Menn töldu sig vera að kaupa gott fyrirtæki sem átti að vera stökkpallur Dagsbrúnar inn í Bretland sem hafði sýnt góðan innri vöxt og arðsemi í gegnum tíðina. Annað kom á daginn. Greiningardeild Landsbankans gaf lítið fyrir skýringar stjórnenda Dagsbrúnar: „Tilkynningin kemur töluvert á óvart og þá sérstaklega í ljósi þess að það hefur legið fyrir að starfsumhverfi á breska prentmarkaðinum hefur verið mjög erfitt undanfarin 10 ár. Verðpressa og mikil samþjöppun hefur einkennt þennan markað í töluverðan tíma og ætti því ekki að vera nýmæli. Það að ástæða sölunnar sé rakin til aukinnar samkeppni og mikillar samþjöppun kemur því á óvart." Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29. desember 2006 10:00 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Kaup Dagsbrúnar á Wyndeham Press Group, þriðja stærsta prent- og samskiptafyrirtæki Bretlands, voru oftast nefnd sem verstu viðskiptin á þessu ári. Wyndeham átti stóran þátt í falli Dagsbrúnar og uppstokkun hennar í tvö félög. Þessi tíu milljarða fjárfesting á vordögum var fjármögnuð með lánum sem tóku ansi hraustlega í á tímum mikils fjármagnskostnaðar. Aðeins hálfu ári eftir að Wyndeham var afskráð úr Kauphöllinni í Lundúnum höfðu stjórnendur Dagsbrúnar afskrifað einn og hálfan milljarð af kaupverðinu á einu bretti og sett félagið í sölumeðferð. Nú hefur meirihluti hlutafjár í Daybreak, móðurfélagi Wyndeham, skipt um hendur sem léttir skuldabyrði 365, sem fékk Daybreak í arf, um átta milljarða króna. Fyrir utan þau neikvæðu áhrif sem kaupin höfðu á efnahag Dagsbrúnar þá stóðust upphaflegar áætlanir engan veginn vegna harðnandi samkeppni og samþjöppunar fyrirtækja á sama geira. Menn töldu sig vera að kaupa gott fyrirtæki sem átti að vera stökkpallur Dagsbrúnar inn í Bretland sem hafði sýnt góðan innri vöxt og arðsemi í gegnum tíðina. Annað kom á daginn. Greiningardeild Landsbankans gaf lítið fyrir skýringar stjórnenda Dagsbrúnar: „Tilkynningin kemur töluvert á óvart og þá sérstaklega í ljósi þess að það hefur legið fyrir að starfsumhverfi á breska prentmarkaðinum hefur verið mjög erfitt undanfarin 10 ár. Verðpressa og mikil samþjöppun hefur einkennt þennan markað í töluverðan tíma og ætti því ekki að vera nýmæli. Það að ástæða sölunnar sé rakin til aukinnar samkeppni og mikillar samþjöppun kemur því á óvart."
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Tengdar fréttir Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29. desember 2006 10:00 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Gaf ömmu sinni viagra Sjónvarpskokkurinn frægi Jamie Oliver er líka mikill brandarakarl að eigin sögn og nýtir jólagjafirnar til að ganga fram af fólki. Á síðustu jólum gaf hann ömmu sinni Viagra, eða því sem næst. Hann keypti viagra í apóteki en skipti bláu pillunum út fyrir Smarties. 29. desember 2006 10:00