Með útrás byggist upp þekking 28. desember 2006 07:30 Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, og Hilmar Janusson, framkvæmdastjóri þróunardeildar fyrirtækisins, skoða rafeindastýrðan gervifót. MYND/GVA Það sem er efst í huga við liðið ár er hinn mikli þróttur sem er í íslensku efnahagslífi. Þó svo að nokkur hættumerki hafi sést, virðist það ekki hafa haft áhrif á uppganginn sem virðist vera óendanlegur, en hinsvegar gæti það verið mesta hættan. Það sem mér fannst standa upp úr eru fjárfestingaverkefni erlendis sem fara ört stækkandi ásamt óvenjulega miklum sveiflum í gengi sem hefur haft áhrif á mörg fyrirtæki hér heima. Þessi verkefni sem hafa oft verið nefnd útrásarverkefni hafa byggt upp mikla og breiða þekkingu hér á landi og er það vel. Mest af þessu er drifið áfram af áhættuvilja og miklu framboði fjármagns. Þessi þróun er hinsvegar ekki einungis bundin við Ísland, erlendis sjáum við að fjárfestingar á vegum fjárfestingasjóða hafa vaxið gríðarlega. Tengt þessu er ör vöxtur fjármálafyrirtækjanna, en tæplega 75 prósent af markaðsverðmæti fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru í fjármálatengdri starfsemi. Árangur þessarar starfsemi hefur einnig verið mjög góður svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Árið hjá Össuri hefur verið viðburðaríkt eins og endranær. Við höfum komið út á markað með vörur sem vakið hafa verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tækni og virkni. Það er óhætt að segja að tæknilega hafi Össur tekið afgerandi forystu á sviði stoðtækja. Varðandi stuðningsvörurnar þá einkennir það árið að mikil orka fór í að samræma starfsstöðvar og vöruframboð á hinum ýmsu mörkuðum, en okkar markmið er að ná afgerandi tækniforystu á sviði stuðningstækja eins og við höfum nú þegar náð í stoðtækjunum. Ég er mjög bjartsýnn á komandi ár þó svo hagvöxtur gæti dregist eitthvað saman á næsta ári. Við hjá Össuri erum bjartsýn, enda fara saman góðar vörur, markaðsstaða og möguleikar. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Það sem er efst í huga við liðið ár er hinn mikli þróttur sem er í íslensku efnahagslífi. Þó svo að nokkur hættumerki hafi sést, virðist það ekki hafa haft áhrif á uppganginn sem virðist vera óendanlegur, en hinsvegar gæti það verið mesta hættan. Það sem mér fannst standa upp úr eru fjárfestingaverkefni erlendis sem fara ört stækkandi ásamt óvenjulega miklum sveiflum í gengi sem hefur haft áhrif á mörg fyrirtæki hér heima. Þessi verkefni sem hafa oft verið nefnd útrásarverkefni hafa byggt upp mikla og breiða þekkingu hér á landi og er það vel. Mest af þessu er drifið áfram af áhættuvilja og miklu framboði fjármagns. Þessi þróun er hinsvegar ekki einungis bundin við Ísland, erlendis sjáum við að fjárfestingar á vegum fjárfestingasjóða hafa vaxið gríðarlega. Tengt þessu er ör vöxtur fjármálafyrirtækjanna, en tæplega 75 prósent af markaðsverðmæti fyrirtækja í Kauphöll Íslands eru í fjármálatengdri starfsemi. Árangur þessarar starfsemi hefur einnig verið mjög góður svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Árið hjá Össuri hefur verið viðburðaríkt eins og endranær. Við höfum komið út á markað með vörur sem vakið hafa verðskuldaða athygli fyrir framúrskarandi tækni og virkni. Það er óhætt að segja að tæknilega hafi Össur tekið afgerandi forystu á sviði stoðtækja. Varðandi stuðningsvörurnar þá einkennir það árið að mikil orka fór í að samræma starfsstöðvar og vöruframboð á hinum ýmsu mörkuðum, en okkar markmið er að ná afgerandi tækniforystu á sviði stuðningstækja eins og við höfum nú þegar náð í stoðtækjunum. Ég er mjög bjartsýnn á komandi ár þó svo hagvöxtur gæti dregist eitthvað saman á næsta ári. Við hjá Össuri erum bjartsýn, enda fara saman góðar vörur, markaðsstaða og möguleikar.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira