Alþjóðlegt orðspor og ímynd 28. desember 2006 06:45 Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Halla Tómasdóttir, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs í upphafi árs, segir að veikleikar þess að sinna ekki nægilega almannatengslum og öflugu upplýsingaflæði hafi komið glögglega í ljós á árinu. Segja má að árið 2006 hafi verið eitt það stormasamasta sem íslenskt viðskiptalíf hefur upplifað fyrr og síðar. Eftir sterkan meðbyr í byrjun árs þar sem hlutabréfavísitölur uxu með áður óþekktum hraða snerust vindar á móti seglum undir lok febrúarmánaðar með aðfinnslum erlendra greiningaraðila á efnahags- og fjármálakerfi landsins. Helstu fjölmiðlar heimsins fylgdu í kjölfarið. Eitthvað af þeirri gagnrýni sem upp kom í umræddum skýrslum og blaðagreinum átti rétt á sér enda efnahagsaðstæður landsins að ýmsu leyti hinar undarlegustu. Ákveðnir þættir gagnrýninnar voru þó frekar byggðir á vanþekkingu á íslenskum aðstæðum og innviðum íslenskra fjármálafyrirtækja. Litlu mátti muna að illa færi en segja má að umræðan hafi tekið stakkaskiptum til hins betra í kjölfar útgáfu skýrslu Viðskiptaráðs um fjármálastöðugleika á Íslandi. Þar fjölluðu Tryggvi Þór Herbertsson og Frederic Mishkin um líkindi þess að fjármálakreppa ætti sér stað á Íslandi. Skýrslan var vel kynnt bæði innanlands og utan og í kjölfarið komst nokkurt jafnvægi á alþjóðlega umfjöllun. Ljóst er að ímynd landsins varð fyrir enn frekari skakkaföllum með illa undirbúinni endurskoðun á fyrirkomulagi hvalveiða. Þar sem hvorki var lagður tími né vinna í að kynna afstöðu og ástæður veiðanna má telja víst að ásýnd landsins hafi beðið hnekki hjá hópi útlendinga. Hversu alvarlegt og afdrifaríkt það reynist er erfitt að meta. Í því umróti sem átt hefur sér stað hafa komið glögglega í ljós veikleikar þess að sinna ekki nægilega almannatengslum og öflugu upplýsingaflæði. Með vaxandi sýnileika á erlendum viðskiptamörkuðum getur reynst ómetanlegur styrkur fyrir ímynd og áreiðanleika fyrirtækja og þjóða að halda úti virku flæði upplýsinga. Viðskiptaráð Íslands hefur látið ímynd íslensks viðskiptalífs sig varða og hefur staðið fyrir mikilli vinnu í tengslum við þau mál. Viðskiptaþing 2007 verður helgað alþjóðlegu orðspori og ímynd Íslands. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getum við verið virkilega stolt af þeim brjálaða árangri sem við höfum náð og ef við leggjumst saman á árar þá getum við verið þekkt fyrir miklu áhugaverðari og skemmtilegri hluti en þá sem ratað hafa á síður alþjóðlegra fjölmiðla þetta árið. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Segja má að árið 2006 hafi verið eitt það stormasamasta sem íslenskt viðskiptalíf hefur upplifað fyrr og síðar. Eftir sterkan meðbyr í byrjun árs þar sem hlutabréfavísitölur uxu með áður óþekktum hraða snerust vindar á móti seglum undir lok febrúarmánaðar með aðfinnslum erlendra greiningaraðila á efnahags- og fjármálakerfi landsins. Helstu fjölmiðlar heimsins fylgdu í kjölfarið. Eitthvað af þeirri gagnrýni sem upp kom í umræddum skýrslum og blaðagreinum átti rétt á sér enda efnahagsaðstæður landsins að ýmsu leyti hinar undarlegustu. Ákveðnir þættir gagnrýninnar voru þó frekar byggðir á vanþekkingu á íslenskum aðstæðum og innviðum íslenskra fjármálafyrirtækja. Litlu mátti muna að illa færi en segja má að umræðan hafi tekið stakkaskiptum til hins betra í kjölfar útgáfu skýrslu Viðskiptaráðs um fjármálastöðugleika á Íslandi. Þar fjölluðu Tryggvi Þór Herbertsson og Frederic Mishkin um líkindi þess að fjármálakreppa ætti sér stað á Íslandi. Skýrslan var vel kynnt bæði innanlands og utan og í kjölfarið komst nokkurt jafnvægi á alþjóðlega umfjöllun. Ljóst er að ímynd landsins varð fyrir enn frekari skakkaföllum með illa undirbúinni endurskoðun á fyrirkomulagi hvalveiða. Þar sem hvorki var lagður tími né vinna í að kynna afstöðu og ástæður veiðanna má telja víst að ásýnd landsins hafi beðið hnekki hjá hópi útlendinga. Hversu alvarlegt og afdrifaríkt það reynist er erfitt að meta. Í því umróti sem átt hefur sér stað hafa komið glögglega í ljós veikleikar þess að sinna ekki nægilega almannatengslum og öflugu upplýsingaflæði. Með vaxandi sýnileika á erlendum viðskiptamörkuðum getur reynst ómetanlegur styrkur fyrir ímynd og áreiðanleika fyrirtækja og þjóða að halda úti virku flæði upplýsinga. Viðskiptaráð Íslands hefur látið ímynd íslensks viðskiptalífs sig varða og hefur staðið fyrir mikilli vinnu í tengslum við þau mál. Viðskiptaþing 2007 verður helgað alþjóðlegu orðspori og ímynd Íslands. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getum við verið virkilega stolt af þeim brjálaða árangri sem við höfum náð og ef við leggjumst saman á árar þá getum við verið þekkt fyrir miklu áhugaverðari og skemmtilegri hluti en þá sem ratað hafa á síður alþjóðlegra fjölmiðla þetta árið.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira