Danir veðja á sterkari krónu og mjúka lendingu 6. september 2006 00:01 íslenskar krónur Dönum gefst nú kostur á að fjárfesta í íslenskum krónusjóðum. Ávöxtunin veltur á því hvort lending íslensks efnahagslífs verði á endanum mjúk, segir í auglýsingu. MYND/GVA Viðskiptavinir danska fjárfestingafélagsins Garanti Invest geta nú fjárfest í sérstökum krónusjóði hjá félaginu. Fjárfestingin er til þrjátíu mánaða og er ávöxtunin beintengd gengi íslensku krónunnar. Garanti Invest ábyrgist þó að ekki verði tap á fjárfestingunni nema sem nemur mun á kaup- og sölugengi krónu. Í sérstökum auglýsingabæklingi frá Garanti Invest segir að íslenska krónan hafi rýrnað um fjórðung á fyrri helmingi ársins. Síðan hafi krónan styrkst gagnvart dönsku krónunni og fastlega megi búast við að sú þróun haldi áfram. Því er jafnvel haldið fram að krónan eigi eftir að styrkjast um fjórðung frá núvirði. Fram kemur að sviðsljósið hafi í auknum mæli beinst að íslensku efnahagslífi undanfarin tíu ár, enda megi segja að efnahagslegt kraftaverk hafi orðið í landinu; landsframleiðsla hafi aukist um fimmtíu prósent og þjóðin sem áður reiddi sig á fiskveiðar sé nú ekki síður þekkt fyrir öflugt fjármálakerfi. Í bæklingnum segir að vissulega sé ekki um fundið fé að ræða. Stóra spurningin sé sú hvort lending íslensks efnahagslífs verði mjúk. Verði sú raunin megi viðskiptavinir Garanti Invest eiga von á góðri ávöxtun. Ásgeir Jónsson, sérfræðingur KB banka, segir ansi bratt að ætla að krónan styrkist um tuttugu og fimm prósent næstu misserin. Ef ég ætti aldraða frænku í Danmörku myndi ég alls ekki ráðleggja henni að fjárfesta í krónusjóðum. Hitt er annað mál að krónan er sveiflukenndur gjaldmiðill og því nær öruggt að menn hagnist á endanum séu þeir nægilega þolinmóðir til að halda stöðu sinni, sérstaklega í ljósi viðvarandi vaxtamunar milli Íslands og umheimsins. Ásgeir segist eiga von á því að krónan verði áfram viðkvæm fram á næsta ár. Krónan mun líklega halda áfram að skoppa til og frá og verður áfram veik fyrir neikvæðum fréttum af íslensku efnahagslífi. Greining Glitnis hefur spáð því að meðalgengi krónuvísitölunnar verði 130 á næsta ári og krónan eigi því eftir að veikjast um tæp sex prósent. Sérfræðingar Landsbankans telja að krónan eigi nokkuð inni og spá því að hún styrkist. Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Viðskiptavinir danska fjárfestingafélagsins Garanti Invest geta nú fjárfest í sérstökum krónusjóði hjá félaginu. Fjárfestingin er til þrjátíu mánaða og er ávöxtunin beintengd gengi íslensku krónunnar. Garanti Invest ábyrgist þó að ekki verði tap á fjárfestingunni nema sem nemur mun á kaup- og sölugengi krónu. Í sérstökum auglýsingabæklingi frá Garanti Invest segir að íslenska krónan hafi rýrnað um fjórðung á fyrri helmingi ársins. Síðan hafi krónan styrkst gagnvart dönsku krónunni og fastlega megi búast við að sú þróun haldi áfram. Því er jafnvel haldið fram að krónan eigi eftir að styrkjast um fjórðung frá núvirði. Fram kemur að sviðsljósið hafi í auknum mæli beinst að íslensku efnahagslífi undanfarin tíu ár, enda megi segja að efnahagslegt kraftaverk hafi orðið í landinu; landsframleiðsla hafi aukist um fimmtíu prósent og þjóðin sem áður reiddi sig á fiskveiðar sé nú ekki síður þekkt fyrir öflugt fjármálakerfi. Í bæklingnum segir að vissulega sé ekki um fundið fé að ræða. Stóra spurningin sé sú hvort lending íslensks efnahagslífs verði mjúk. Verði sú raunin megi viðskiptavinir Garanti Invest eiga von á góðri ávöxtun. Ásgeir Jónsson, sérfræðingur KB banka, segir ansi bratt að ætla að krónan styrkist um tuttugu og fimm prósent næstu misserin. Ef ég ætti aldraða frænku í Danmörku myndi ég alls ekki ráðleggja henni að fjárfesta í krónusjóðum. Hitt er annað mál að krónan er sveiflukenndur gjaldmiðill og því nær öruggt að menn hagnist á endanum séu þeir nægilega þolinmóðir til að halda stöðu sinni, sérstaklega í ljósi viðvarandi vaxtamunar milli Íslands og umheimsins. Ásgeir segist eiga von á því að krónan verði áfram viðkvæm fram á næsta ár. Krónan mun líklega halda áfram að skoppa til og frá og verður áfram veik fyrir neikvæðum fréttum af íslensku efnahagslífi. Greining Glitnis hefur spáð því að meðalgengi krónuvísitölunnar verði 130 á næsta ári og krónan eigi því eftir að veikjast um tæp sex prósent. Sérfræðingar Landsbankans telja að krónan eigi nokkuð inni og spá því að hún styrkist.
Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira