Sport

Björn Borg blankur

Björn Borg var ekki eins farsæll í viðskiptaheiminum og hann var á tennisvellinum
Björn Borg var ekki eins farsæll í viðskiptaheiminum og hann var á tennisvellinum NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum tennisgoðsögnin Björn Borg er nú í miklum fjárhagsvandræðum og hefur kappinn nú neyðst til að selja verðlaunabikarana fimm sem hann vann á Wimbeldon-mótinu á árunum 1976 til 1980. Borg vann sér inn miklar fúlgur á stuttum ferli sínum, en berst nú í bökkum fjárhagslega.

Hann hefur gengið í gegn um tvo hjónaskilnaði og gjaldþrot á undanförnum árum og segir að sala verðlauna sinna sé þáttur í að geta skilið eitthvað eftir fyrir afkomendur sína. Borg ætlar einnig að selja nokkra af spöðum sínum og þar á meðal spaðann sem hann notaði í sigrinum fræga í úrslitaleik Wimbledon á John McEnroe. Talið er að hann muni fá um 200.000 dollara fyrir munina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×