Sport

Utah - Toronto í beinni

Utah tekur á móti Toronto í Delta Center í Salt Lake City í nótt klukkan tvö í beinni útsendingu á NBA TV
Utah tekur á móti Toronto í Delta Center í Salt Lake City í nótt klukkan tvö í beinni útsendingu á NBA TV NordicPhotos/GettyImages

Það verður áhugaverður leikur á dagskrá á NBA TV á Digital Ísland í nótt, en þar verða á ferðinni lið Utah Jazz og Toronto Raptors. Bæði þessi lið hafa komið mikið á óvart að undanförnu og verið á góðu skriði eftir dapra byrjun í haust. Leikurinn byrjar klukkan 2 í nótt.

Tyrkneski miðherjinn Mehmet Okur er stigahæsti maður Utah með 18 stig að meðaltali í leik og hirðir 9,5 fráköst, en Chris Bosh er lykilmaður Toronto með 22,4 stig og 9,2 fráköst að meðaltali í leik. Utah hefur unnið 19 leiki og tapað 19 í vetur, en Toronto hefur unnið 13 og tapað 24.

Aðeins einn annar leikur er á dagskrá í NBA í nótt, en það er viðureign Sacramento Kings og Phoenix Suns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×