Innlent

Jakob Frímann sækist eftir 3. sæti

Jakob Frímann Magnússon, í ræðustól á Alþingi.
Jakob Frímann Magnússon, í ræðustól á Alþingi. MYND/Harladur Jónasson

Jakob Frímann Magnússon hefur ákveðið gefur kost á sér í 3.sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Prófkjörið fer fram 4. nóvember n.k. og höfðu fyrr í dag hartnær 20 frambjóðendur gefið kost á sér. Framboðsfresturinn rann úr í kvöld.

Jakob lauk MBA prófi frá Háskólanm í Reykjavík og starfar sem tónlistarmaður og útgefandi auk þess að vera framleiðandi kvikmynda -og tónlistarefnis.

Hann er stofnfélagi í Samfylkingunni og hefur verið varaþingmaður flokksins síðan 1999 og flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi 2004. Jakob er formaður Félags tónskálda og textahöfunda, varaformaður STEF og á sæti í stjórn Bandalags íslenskra listamanna og Menningarsjóðs .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×